ROKKHÁTÍÐ ÆSKUNNAR HALDIN Í FYRSTA SKIPTIÐ Á KEX HOSTEL 28. ÁGÚST

0

28 RokkÆska

Þann 28. ágúst næstkomandi verður Rokkhátíð Æskunnar haldin í fyrsta skiptið á KEX Hostel. Hátíðarinnar er samansett af lifandi tónlistaratriðum í bland við gagnvirka fræðslu og vinnusmiðjur þar sem krakkar fá að fikta í hljóðfærum sem búin eru til úr ávöxtum, smíða sinn eigin míkrófón, gera barmmerki, grúska raftónlist og fleira.

Meðal þeirra sem koma fram í ár eru Hildur, RuGl, Hasar Basar, Meistarar Dauðans, Hush Hush og fleiri í bókahorninu á KEX Hostel og í Gym & Tonic verða Stelpur Rokka, Futuregrapher, Skema, Jónsson & LeMacks, Mussila og fleiri með fræðslu og smiðjur.

28 Rokkhátíð Æskunnar KEX

Rokkhátíð Æskunnar er haldin af Heimilislegum Sunnudögum í náinni samvinnu við sjálfboðaliðasamtökin Stelpur Rokka.

Stelpur rokka! eru sjálfboðaliðarekin samtök sem starfa af femínískri hugsjón við að efla ungar stelpur í gegnum tónlistarsköpun. Kjarninn í starfinu eru rokksumarbúðirnar, þar sem stelpur læra á hljóðfæri, spila saman í hljómsveit, kynnast farsælum tónlistarkonum, fræðast um ýmsar hliðar tónlistar og jafnréttisstarfs og koma fram á lokatónleikum fyrir framan fullan sal vina og fjölskyldu.

Alls hafa um 275 stelpur og konur tekið þátt í rokkbúðum Stelpur rokka! síðastliðin 4 ár og myndað 60 hljómsveitir. Hjá okkur öðlast þátttakendur aukið sjálfstraust, frumkvæði og þor með því að starfa saman og virkja eigin sköpunarhæfileika. Með starfi okkar erum við að byggja upp mikilvæga fagþekkingu, við njótum velgengni og stúlkunum líður vel hjá okkur. Við erum á réttri leið að því markmiði að verða leiðandi afl í jafnréttismiðuðu tómstundastarfi á Íslandi.

Comments are closed.