ROKK OG POPP Í ANDA 6. OG 7. ÁRATUGARINS MEÐ FINGRAFARI HÖFUNDARINS

0

bolo

Tónlistarmaðurinn Bolo Nese kom nýverið fram á sjónarsviðið með sína fyrstu útgáfu, stuttskífuna Bolo Nese EP. Rokk og ról undir áhrifum frá rokk- og popptónlist 6. og 7. áratugarins en með sterku fingrafari höfundarins.

Óttar Brans Eyþórsson er maðurinn á bak við Bolo Nese listamannsnafnið,  þetta er fyrsta sóló útgáfa hans en hann hefur t.a.m. leikið á gítar með hljómsveitunum MIRI, Atómstöðinni, The Cocksuckerband, Bensíntittum Dauðans, Mortus frá Keflavík og brimrokksveitinni Héraðssöndum.

bolo-2

Óttar naut liðsinnis við gerð plötunnar en Kristófer Nökkvi Sigurðsson (Hinemoa, Mercy Buckets) og Ívar Pétur Kjartansson (Miri, FM Belfast) sáu um trommu- og slagverksleik og Hildur Evlalía söng bakraddir ásamt þeim Klöru Arnalds (Boogie Trouble) og Ástu Björg (Hinemoa).

Plötuna er hægt að nálgast ókeypis á www.bolonese.com en hana er einnig að finna á helstu tónlistar og streymisveitum á borð við iTunes, bandcamp og Spotify.

 

Skrifaðu ummæli