ROFOROFO SENDIR FRÁ SÉR SÍNA FYRSTU HLJÓMPLÖTU

0

Tónlistarmennirnir Ómar Guðjónsson og hinn þýski Tommy Baldu skipa hljómsveitina ROFOROFO sem gefur nú út sína fyrstu hljómplötu. Þeir hafa unnið saman síðustu 6 árin í Þýskalandi þar sem þeir spiluðu saman í þýskri sækadelískri popp/rokkhljómsveit en fyrir ári síðan byrjuðu þeir að vinna saman undir nafninu Roforofo. Síðasta sumar fóru þeir í tónleikaferð um Þýskaland og í nóvember gefst svo íslenskum áheyrendum tækifæri til að sjá Roforofo þegar þeir koma fram á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves, bæði „on venue” og “off venue.”

Platan þeirra eins og áður segir er komin út en hægt er að nálgast hana á rafrænu formi á tónlistarveitum eins og Spotify og iTunes en geislaplatan kemur í plötubúðir í sjálfri Airwaves vikunni. Hljóðfæraleikur er að mestu í höndum þeirra tveggja en í nokkrum lögum njóta þeir aðstoðar frábæra listamanna eins og  Bjarna Frímanns Bjarnasonar, Davíðs Þórs Jónssonar, Óskars Guðjónssonar, Sigríðar Thorlacius, Rósu Guðrúnar Sveinsdóttur o.fl.

Ómar Guðjónsson er löngu orðinn landsmönnum kunnur sem tónlistarmaður enda verið í fremstu röð sem slíkur í mörg ár þar sem hann hefur komið fram með hljómsveitum eins og ADHD, Jagúar, SJS bigband, Tómasi R. Einarssyni, Jónasi Sig og Ritvélum framtíðarinnar og undir sínu eigin nafni.

Fyrsta sólóplatan hans Varma Land kom út árið 2003 og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna það árið. Síðan þá hafa komið út fjölmargar plötur bæði undir nafni Ómars og annara hljómsveita.  Tommy Baldu er trommuleikari frá Þýskalandi og hefur verið áberandi í þýskri tónlistarsenunni í árabil þar sem hann hefur unnið með ólíkum hljómsveitum, jazz, popp og rokk.

Hægt er að nálgast plötuna á Spotify

Roforofo.net

Skrifaðu ummæli