ROFOROFO OG TEITUR MAGNÚSSON MEÐ TÓNLEIKA Á GÍTARVINNUSTOFU GUNNARS

0

Tónlistarmaðurinn Teitur Magnússon og hljómsveitin Roforofo ætla að halda tónleika á gítarvinnustofu Gunnars í Brautarholti 22 í dag miðvikudaginn 20. des. kl. 21:00

Á þessum tónleikum ætlar hljómsveitin Roforofo, sem er nýtt verkefni tónlistarmannsins Ómars Guðjónssonar, að fagna útgáfu sinnar fyrstu plötu sem kom út í október síðast liðnum. Plata sú hefur fengið frábærar viðtökur og hefur lagið Take Me Back ratað hátt á vinsældarlista Rásar 2 undanfarið. Ásamt Ómari skipar hinn þýski slagverksleikari Tommy Baldu hljómsveitina Roforofo.

Teitur Magnússon hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna á síðustu árum. Hann sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu sem bar nafnið 27 árið 2014 og vinnur nú að næstu plötu undir eigin nafni, en Teitur er einnig söngvari hljómsveitarinnar Ojba Rasta.Teitur hlaut tilnefningu til Norrænu Tónlistarverðlaunanna fyrir plötuna 27.

Enginn sérstakur aðgangseyrir er á þessa tónleika en tekið er á móti frjálsum framlögum. Boðið verður upp á fjótandi veitingar í boði Gull.

Skrifaðu ummæli