RIVERS & POEMS MEÐ BISTRO BOY OG NOBUTO SUDA

0

1618631_798153686923524_6712687053638452057_n


Á morgun, þann 15. janúar (2015) kemur út á vegum Möller Records EP platan Rivers and Poems. Rivers and Poems er samstarfsverkefni íslenska rafaransBistro Boy og japanska sveim tónlistarmannsins Nobuto Suda. Þetta er önnur platan sem er afrakstur samstarfs íslenskra og japanskra tónlistarmanna en samstarfið er hugarfóstur Árna Grétars (Futuregrapher). Fyrsta platan í þessari útgáfuröð var platan Crystal Lagoon sem Futuregrapher vann með japanska tónlistarmanninum Hidekazu Imashige (Gallery six) og Veroníque Vaka Jacques.

Rivers and Poems er sveimkennd og melódísk í senn, þar sem taktar og melódíur Bistro Boy kallast á við sveimkenndan undirtón Nobuto Suda. Platan inniheldur 5 lög (EP) en hægt er að nálgast hana á vef Möller Records, www.mollerrecords.com.

Hægt er að nálgast plötuna á heimasíðu Möller Records (frá og með 15. janúar) – http://mollerrecords.com/releases/rivers-and-poems
Umslag plötunnar: http://imgur.com/a/jZeDF#29

Um Möller Records
Útgáfufyrirtækið Möller Records var stofnað árið 2011. Möller Records leggur áherslu á útgáfu á íslenskri raftónlist og að ljá íslenskum raftónlistarmönnum rödd á innlendum og erlendum vettvangi og kynna íslenska raftónlist.

Tenglar:

www.mollerrecords.com
www.facebook.com/mollerrecords
www.twitter.com/MollerRecords

Soundcloud:

Comments are closed.