RISAEÐLAN LOKSINS Í REYKJAVÍK

0
risa 33

Þann 19. Maí næstkomandi ætlar Risaeðlan að heiðra Reykjavíkurbúa með nærveru sinni og blása til heljarinnar tónleika í Bæjar Bíó.

Goðsagnakennda hljómsveitin Risaeðlan var stofnuð í ársbyrjun 1984 og var hún í flokki með Smekkleysu hljómsveitum og flytjendum eins og Sykurmolunum, Björk, Ham og Bless. Fyrstu árin var eitthvað um mannabreytingar í sveitinni en árið 1989 kom fyrsta plata Risaeðlunnar út á vegum Smekkleysu, um var að ræða fjögurra laga tólf tommu sem fékk mjög góðar viðtökur gagnrýnenda.

risaeðlan 3

Árið 1990 kom út fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Fame and fossils og kom hún samtímis út á Íslandi, Bandaríkjunum og í  Bretlandi. Árið 1996 gaf sveitin út breiðskífuna Efta! eftir fjögurra ára pásu en sú plata hafði að geyma á þriðjatug laga og var eins konar safnplata. Sveitin blés til heljarinnar útgáfutónleika en lýsti um leið að sveitin væri nú endanlega hætt.

Það má með sanni segja að Risaeðlan sé að vakna og kom hún seinast fram á tónlistarhátíðinni Aldrei Fór Ég Suður. Viðtökurnar voru hreint út sagt glimrandi og er hljómsveitin í fanta formi!

Risaeðlan spilaði síðast á Aldrei fór ég suður 2016 og gerði allt brjálað.

Þann 19. Maí næstkomandi ætlar Risaeðlan að heiðra Reykjavíkurbúa með nærveru sinni og blása til heljarinnar tónleika í Gamla Bíó. Þetta mun vera fyrstu tónleikar sveitarinnar í borg óttans síðan 1996 og óhætt er að segja að eftirvæntingin er mikil!

Tvær af efnilegustu hljómsveitum landsins Hórmónar sem sigruðu Músíktilraunir fyrir stuttu og RuGl sem tók þátt í sömu tilrunum og vakti mikla athygli munu sjá um upphitun kvöldsinns.

Húsið opnar kl 20:00 og hefjast tónleikarnir stundvíslega kl 21:00

Hægt er að nálgast miða á Tix.is og er miðaverð aðeins 3.500 kr.

Comments are closed.