RISA HIP HOP OG UFC VEISLA Á NASA 12. DESEMBER

0

afro1

Það eru stórtíðindi fyrir Hip Hop áhugamenn en stórstjörnur eru á leiðinni til landsins! RA The Rugged Man, Mr. Green og hinn ungi og efnilegi rappari AFRO.

ra the rugged man

RA The Rugged Man

RA The Rugged Man er enginn nýgræðingur þegar kemur að rappi en hann hóf sinn feril aðeins tólf ára gamall og hefur unnið með listamönnum eins og Mobb Deep, Wu Tang Clan og Notorius B.I.G svo fátt sé nefnt.

mr green

MR Green

Mr Green var að senda frá sér breiðskífu með tónlistarmanninum Malik B úr hljómsveitinni The Roots og hefur slegið í gegn á Youtube með skemmtileg myndbönd sem heita „Live From The Streets.“

afro 2

A-F-R-O

AFRO er einn heitasti og flottasti rappari í dag en hann er aðeins sautján ára gamall. AFRO sló í gegn í freestyle keppni sem haldin var af RA The Rugged Man og að sjálfsögðu rústaði hann keppninni. Margir telja að AFRO sé kominn til að bjarga Hip Hop senunni en flæði hanns og textar eru svakalegir!

Þessir tónleikar er lokahnikkur í Evróputúr þeirra kappa og það má svo sannarlega búast við miklu og góðu partýi!
Einnig kemur fram einvala lið Íslenskra rappara og plötusnúða og bardaginn með Gunnari Nelson og Connor McGregor verður sýndur á risatjaldi, sannkölluð stórveisla!
Ekki láta þig vanta á Nasa þann 12. Desember næstkomandi en herlegheitin byrja kl 21:00 og standa til kl 04:00

Miðasalan hófst í dag og Hægt er að kaupa miða á Miði.is

 

Comments are closed.