RING OF GYGES HLÝTUR LOF ERLENDRA GAGNRÝNENDA

0

Fyrsta breiðskífa íslensku hljómsveitarinnar Ring of Gyges „Beyond the Night Sky” hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda víða um heim. Skífan kom út þann 22. nóvember og af því tilefni efndi sveitin til útgáfutónleika í Hörpu. Hljómsveitin hefur starfað í rúm 4 ár og hefur áður gefið út EP plötuna Ramblings of Madmen. Gagnrýnendur eru á einu máli um að platan sé eitt af því besta sem út hefur komið lengi á sviði prog rokktónlistar.

Sveitin þykir sameina vel psychedelic tónlist frá sjöunda áratugnum og nútíma progmetal.  Beyond the Night Sky hefur m.a. fengið 5 stjörnur hjá pólska gagnrýnandanum Stacja Islandia sem lofsamar skífuna og Rocking Charts segir sveitina „skapa snilldarlega blöndu af gömlu og nýju proggi.”

Spænski miðillinn Diablo Rock gefur plötunni 5 stjörnur af 6 mögulegum og bandaríski vefmiðillinn Metal Horizons segir plötuna „daðra við fullkomnun.“ Hlusta má á plötuna á öllum helstu streymisveitum, þ.á.m. Spotify, Apple Music, Tidal og Youtube, og nýtt upplag kemur í íslenskar plötubúðir innan skamms!

Skrifaðu ummæli