RÍMNARÍKI SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „111“

0

ríki

Hljómsveitin Rímnaríki voru að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem nefnist „111“ og er lagið óður til Breiðholts. Rímnaríki var starfandi á árunum 2009 til 2011 og samanstendur af þeim Ésú, Kalito, Omie og Zen.

ríki 2

Beint úr Breiðholti við komum þaðan. Að ganga um götur þar gat alveg verið gaman. Rímnaríki núna aftur komnir saman. En ég skal segja þér sögu um hvernig var að vera alveg sama. þunga byrði alla ævi þurfti að draga. Umkringdur dópi,alkahóli og fyrr um frægð og frama. Lífið fyrir mér var ekki þessi fína dama, heldur endalaust mothafokking drama. engir peningar voru til staðar, engar fyrirmyndir komu mér til bjargar. Engin staður né stund,heldur tíminn í þann mund að verða, uppiskroppa hundur kominn beint á kaf í þetta sund. þetta er stór heimur með mörgun artistum að berjast um lítinn bita af hverri brauðmylsnu. Þess vegna verðum við að stúta ykkur. þannig eru bara þessir hundar úr hverfinu.111.“ – VERSE 1/ÉSÚ

Inn á You Tube síðu Rímnaríkis er hægt að lesa textan í fullri lengd.

Leikstjórn,klipping og litaleiðrétting: Joseph Cosmo Muscat. Myndataka: Joseph.C, Elli P, Karl Ólafur og Ómar Örn. Lag og master: Joseph Cosmo Muscat. Mix: Joseph.C og Ómar Örn. Texti: Joseph.C, Karl Ólaf og Ómar Örn. Söngur: Ingólfur Bjarni.

Comments are closed.