RIGGAROBB SNJÓBRETTA OG FREESTYLE SKÍÐAMÓT Í ÁRTÚNSBREKKU LAUGARDAGINN 30. JANÚAR

0

jibb 3

RiggaRobb er heljarinnar Jibb snjóbretta og freestyle skíðamót sem fram fer á laugardaginn 30. Janúar næstkomandi. Herlegheitin fara fram í Ártúnsbrekku en verið er að leggja lokahönd á glæsileg rail og palla!

jibb 2

Það kyngir niður snjó í höfuðborginni og útlit er fyrir áframhaldandi snjókomu og gleði. Öllu er tjaldað til og gert er ráð fyrir brjálaðri stemmingu! Tónlist verður á svæðinu og glæsilegri vinningar í boði. Stelpur og strákar eru hvött til að mæta en ekki þarf að skrá sig sérstaklega, bara mæta og taka þátt. Allt verður þetta tekið upp og hver veit nema að þú birtist á skjám landsmanna á komandi misserum?

jibb

Herlegheitin byrja stundvíslega kl 18:00 en þá verður opið rennsli fyrir bæði bretti og skíði til kl 19:00. Frá kl 19:00 verða kynnt undanúrslit og svo í kjölfarið sjálf úrslitin.
Mohawks, Slark Clothing, Albumm.is og RIG (Reykjavík International Games) Vonast til að sjá sem flesta!

Myndband fengið frá Perfectly Legal Production :

Comments are closed.