RÍFST VIÐ BJÓRGLASIÐ ÁÐUR EN HANN DREKKUR ÞAÐ

0

freyr halldór 1

Tónlistar og fjölmiðlamaðurinn Freyr Eyjólfsson og tónlistarmaðurinn og leikarinn Halldór Gylfason hafa brallað ýmislegt saman en fyrir skömmu sendu þeir frá sér stuttmyndina I don´t want you! Stuttmyndin er byggð á gömlum partý brandara sem vinur þeirra Dr. Karl Ægir Karlsson gerði ódauðlegann!

Albumm.is náði tali að Frey Eyjólfssyni og svaraði hann nokkrum spurningum um myndina.

Hvernig kviknaði hugmyndin að myndinni og hver er hugsunin á bakvið hana?

Þetta er gamalt partý-trix sem vinur minn Dr. Karl Ægir Karlsson fíflaðist oft með; að rífast við bjórglasið sitt áður en hann drakk það. Ég var vanur að pissa á mig af hlátri yfir þessu.

Hugsunin er landamæri meðvitundar og undirmeðvitundar. Öll tákn í tilveru okkar eru einskonar landafræðikort á mörkum þessara tveggja heima. Táknið hér er bjórglas – sem getur staðið fyrir ýmislegt.     

Var hún lengi í vinnslu eða var þetta bara einn tveir og þrír?

Nei, þetta er bara gert í einhverju flippi. Öll góð list byrjar í fíflaskap. „Hey, gerum stuttmynd“. Einn tökudagur og svo einhverjir dagar í frágangi.

Glöggir áhorfendur taka eftir að myndin er ekki tekin upp á Íslandi hvar er hún tekin upp og afhverju þar?

Dóri Gylfa kom í heimsókn til mín um daginn til Gex, sem er lítill bær í Frakklandi, þar sem ég bý. Þar hef ég verið að vinna með svissneskum kvikmyndaleikstjóra, Robert Ralston. Við hittumst allir þrír og ákváðum að gera þessa litlu stuttmynd.

Dóri Gylfa og Freyr Eyjólfsson á góðri stundu í Frakklandi.

Þið félagar hafið nú brallað ýmislegt saman í gegnum tíðina er von á frekara framhaldi?

Vonandi kemur Dóri aftur í heimsókn. Ég skil raunar ekki afhverju hann er ekki heimsfrægur leikari. Hann er svo sjúklega góður. Okkur langar að gera aðra mynd með honum þar sem hann rífst við stórt tré og heggur það svo niður í bræði sinni.

Hér fyrir neðan má sjá stuttmyndina góðu.

Comments are closed.