RIFF Í 12. SINN 24. SEPTEMBER

0

RIFF 4

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík verður sett í 12. sinn þann 24. september næstkomandi og mun standa til sunnudagsins 4. október. Sýningarstaðir að þessu sinni eru þeir sömu og í fyrra, Bíó Paradís, Háskólabíó, Norræna húsið og Tjarnarbíó. Lokamyndin Ófærð verður þá sýnd í Egilshöll. Opnunarmyndin Tale of Tales verður sýnd við sérstaka athöfn í Gamla bíó þann 24. september. Þá verður víðtæk dagskrá í Kópavogi, m.a. í Gerðasafni, Salnum og Bókasafni Kópavogs.

Hátíðin er unnin í samvinnu og með stuðningi Menntamálaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og Media sjóðs Evrópusambandsins (Creative Europe). Þá nýtur hátíðin stuðnings fjölmargra fyrirtækja og sendiráða. Bakhjarlar RIFF í ár eru Ríkisútvarpið, Reykjavík Excursions, DHL og Norræna húsið.

Umfang hátíðarinnar hefur margfaldast frá upphafsárinu 2004. Undanfarin ár hafa hátt í 30.000 gestir sótt hátíðina árlega og starfa um 30 starfsmenn að henni þegar mest lætur en um 4 starfsmenn starfa að hátíðinni allan ársins hring. Þá taka um 100 sjálfboðaliðar þátt á meðan hátíð stendur. Markmið RIFF er eins og áður það sama. Að kynna fyrir Íslendingum nýjar og spennandi kvikmyndir þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi Að vekja umræðu og umtal um samfélagsleg málefni með heimi kvikmyndarinnar og að tengja saman íslenskt og erlent kvikmyndagerðarfólk í samtal og samvinnu. . RIFF er komin á hið alþjóðlega kvikmyndahátíðarkort, hana sækir bransafólk og túristar viðs vegar að úr heiminum.

Allt frá drónahernaði, stjórnarskrárbreytingum í Zimbabwe, falli Berlínarmúrsins og þroskasögu unglings á Vestfjörðum. Á dagskrá hátíðarinnar eru hátt í 100 myndir í fullri lengd auk fjölmargra stuttmynda og einnar mínútu mynda. 12 myndir keppa í aðalverðlaunaflokki hátíðarinnar Vitranir – sem inniheldur fyrsta og annað verk leikstjóra. Á hátíðinni verða myndir eftir reynda þekkta leikstjóra, t.d. Peter Greenaway, Susan Bier, Alexander Sokurov og Bille August o.fl.  14 myndir í fullri lengd eru í flokknum Fyrir opnu hafi en þar er um að ræða myndir sem vakið hafa sérstaka athygli á kvikmyndahátíðum undanfarin misseri. Í flokknum Önnur framtíð keppa 10 heimildarmyndir sem taldar eru sérstaklega geta haft áhrif til góðs. Í heimildarmyndaflokki hátíðarinnar eru þá 26 myndir. Rúmlega 70% myndanna koma frá Evrópu en allt í allt eru myndir frá um 60 löndum á dagskrá hátíðarinnar.

Sérstakur danskur fókus er á hátíðinni í ár og verða af því tilefni sýndar 8 nýjar danskar kvikmyndar auk sérstakrar frumsýningar á þáttunum Broen.

Líkt og undanfarin ár verður íslenskur stuttmyndaflokkur þar sem besta íslenska stuttmyndin verður verðlaunuð úr hópi 16 mynda sem valdar voru til sýninga. Þá verður vönduð barnadagskrá á hátíðinni fyrir börn og unglinga á öllum aldri. Sérstök barnakvikmyndahátíð verður haldin í Norræna húsinu dagana 26. til 28. september.

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna er sérstakur kvennafókus á hátíðinni í ár. Þó nokkrar heimildarmyndir á hátíðinni í ár fjalla sérstaklega um málefni kvenna og við erum stolt af því að yfir 50 kvenleikstjórar koma að verkum í meginflokkum hátíðarinnar og eru kynjahlutföll því næsta jöfn þar. Verkefnið Stelpur filma er af þessu tilefni unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg en dagana 14. til 19. september verður haldið úti sérstakar vinnusmiðjur fyrir ungar stúlkur í kvikmyndagerð undir handleiðslu kvenna sem getið hafa sér gott orð í kvikmyndagerð.

Heiðurgestir hátíðarinnar að þessu sinni eru kanadíski leikstjórinn David Cronenberg og þýska leikstýran Margarethe von Trotta.  Ásamt því að verk þeirra verða sýnd á hátíðinni munu þau sitja fyrir svörum eftir sýningu mynda og standa fyrir meistaraspjöllum fyrir áhugasama.

Sýndar verða tvær myndir eftir Sólveigu Anspach, henni til heiðurs, sem féll frá fyrr á árinu. Þá verður staðið fyrir umræðum um höfundaverk hennar.

Auk þessa verður yfir tugur sérviðburða á hátíðinni. Tvennir tónleikar, kvennauppistand um kvikmyndir, kvikmyndasýning og dáleiðsla, sjónræna matarveisla, sérsýning og tónleikar fyrir eldri borgara og margt fleira.

Yfir hundrað erlendir gestir munu sækja hátíðina heim, bæði leikstjórar myndanna, framleiðendur, dreifingaraðilar og blaðamenn. Eins og undanfarin ár verða sérstakir Bransadagar á hátíðinni með sérstakri dagskrá fyrir okkar erlenda gesti, dagana 30. september til 3. október.

Talent Lab verður á sínum stað en um 50 ungir kvikmyndagerðarmenn frá öllum heimshornum munu koma saman í Reykjavík til að sækja vinnusmiðjur og umræður, kynnast innbyrðis og sýna verk sín. Börkur Gunnarsson, kvikmyndagerðarmaður hefur yfirumsjón með verkefninu.

Miðasala er í fullum gangi inn á: http://riff.is/en

Að neðan er að finna ítarlegri dagskrá hátíðarinnar í ár.

RIFF

VITRANIR / NEW VISIONS

Í Vitrunum tefla tólf leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd og keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna lundann.

 

AS I OPEN MY EYES / ÞEGAR ÉG OPNA AUGUN / A PEINE J’OUVRE LES YEUX

Director: Leyla Bouzid FRA/TUN/BEL/UAE 2015 / 102 min

BABAI / BABAI

Director: Visar Morina KOS/GER 2015 / 104 min

BARASH / BARASH

Director: Michal Vinik ISR 2015 / 83 mins

KRISHA / KRISHA

Director: Trey Edward Shults USA 2015 / 83 min

MEDITERRANEA / VIÐ MIÐJARÐARHAF

Director: Jonas Carpignano ITA/FRA/USA/GER/QAT 2015 / 107 min

MOTHERLAND / FÓSTURJÖRÐ / ANA YURDU

Director: Senem Tüzen TUR/GRC 2015 / 93 min

SLEEPING GIANT / RISINN SEFUR

Director: Andrew Cividino CAN 2015 / 89 min.

SLOW WEST / HÆGT Í VESTUR

Director: John Maclean GBR/NZL. 2015 / 84 min.

SPARROWS / ÞRESTIR

Director: Rúnar Rúnarsson ICE/DEN/CRO 2015 / 99 min

THE HERE AFTER / FRAMHALDSLÍF / EFTERSKALV

Director: Magnus von Horn DEN 2015 / 102 min

WE MONSTERS / VÉR SKRÍMSLI / WIR MONSTER

Director: Sebastian Ko GER 2015 / 95 min

WEDNESDAY MAY 9 / MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ / CHAHARSHANBEH, 19 ORDIEBEHESHT

Director: Vahid Jailvand IRA 2015 / 102 min

 

FYRIR OPNU HAFI / OPEN SEAS

Á hverju ári þyrla sömu myndirnar upp ryki á kvikmyndahátíðum víða um heim.  Þetta eru meistarastykki sem eru sum hver úr smiðju þekktra kvikmyndagerðarmanna meðan önnur koma áhorfendum algerlega í opna skjöldu.

 

A MONSTER WITH A THOUSAND HEADS / ÞÚSUND HÖFÐA SKRÍMSLI / UN MONSTRUO DE MIL CABEZAS

Director: Rodrigo Plá MEX 2015 / 75 min.

CHASUKE’S JOURNEY / JARÐARFÖR CHASUKE / TEN NO CHASUKE

Director: Hiroyuki Tanaka (Sabu) JAP/FRA 2014 / 106 min

CHEVALIER / RIDDARI

Director: Athina Rachel Tsangari GRC 2015 / 99 min

EISENSTEIN IN GUANAJUATO / EISENSTEIN Í GUANAJUATO

Director: Peter Greenaway NED/BEL/FIN/MEX/FRA 2015 / 105 min.

EMBRACE OF THE SERPENT / FAÐMLAG NÖÐRUNNAR / EL ABRAZO DE LA SERPIENTE

Director: Ciro Guerra COL/VEN/ARG 2015 / 125 min.

FRANCOFONIA / FRANCOFONIA

Director: Aleksandr Sokurov FRA/GER 2015 / 90 min.

JOURNEY TO THE SHORE / STRANDFÖRIN / KISHIBE NO TABI

Director: Kiyoshi Kurosawa JAP 2015 / 127 min

LAST DAYS IN THE DESERT / SÍÐUSTU DAGARNIR Í EYÐIMÖRKINNI

Director: Rodrigo Garcia USA 2015 / 98 min

MOUNTAINS MAY DEPART / FJÖLLIN GÆTU FLÚIÐ / SHAN HE GU REN

Director: Zangke Jia CHI 2015 / 131 min.

MUSTANG / MUSTANG

Director: Deniz Gamze Ergüven FRA/GER/QUA/TUR 2015 / 97 min.

TALE OF TALES / SAGNASVEIGUR / IL RACCONTO DEI RACCONTI

Director: Matteo Garrone ITA/FRA/GBR 2015 / 125 min

TANGERINE / MANDARÍNA

Director: Sean Baker USA 2015 / 88 mín.

THE MEASURE OF A MAN / MÆLIKVARÐI MANNS / LA OI DU MARCHÉ

Director: Stéphane Brizé FRA 2015 / 93 min.

THOSE WHO FALL HAVE WINGS / ÞEIR SEM FALLA HAFA VÆNGI / JEDER DER FÄLLT HAT FLÜGEL

Director: Peter Brunner AUS 2015 / 93 min.

 

ÖNNUR FRAMTÍÐ / A DIFFERENT TOMORROW

Í flokknum Önnur framtíð er að finna áhrifamiklar kvikmyndir um mannréttinda- og umhverfismál.  Bíó getur breytt heiminum.

 

ATTACKING THE DEVIL / RÁÐIST GEGN DJÖFLINUM

Director: Jacqui Morris & David Morris GBR 2015 / 99 min

DREAMCATCHER / DRAUMAFANGAR

Director: Kim Longinotto GBR/USA 2015 / 104 min

DRONE / FLYGILDI

Director: Tonje Hessen Schei NOR/PAK/USA 2014 / 78 min

HAIDA GWAII: ON THE EDGE OF THE WORLD / HAIDA GWAII: Á JAÐRI VERALDAR

Director: Charles Wilkinson CAN 2015 / 74 min

HOW TO CHANGE THE WORLD / SVONA BREYTIRÐU HEIMINUM

Director: Jerry Rothwell CAN/GBR 2015 / 110 min

LAST OF THE ELEPHANT MEN / SÍÐUSTU FÍLAHIRÐARNIR

Directors: Arnaud Bouquet, Daniel Ferguson, George Jefferies FRA/CAN/CAM 2015 / 90 min

PLANETARY / JARÐARBÚAR

Director: Guy Reid GBR/CAN/IND/NEP/TAN/USA/VIE 2015 / 85 min

SUGAR COATED / SYKURHÚÐAÐ

Director: Michèle Hozer CAN 2015 / 90 min

THE MESSENGER / SENDIBOÐINN

Director: Su Rynard CAN/FRA/CRC/GER/NED/TUR/USA 2015 / 84 min

THE SHORE BREAK / STRANDBROT

Direcor: Ryley Grunenwald RSA 2014 / 90 min

 

HEIMILDARMYNDIR

Heimildarmyndadagskráin okkar verður sífellt vinsælli.

 

1989 / 1989

Director: Anders Østergaard & Erzsébet Rácz DEN/GER/HUN/NOR 2014 / 97 min

A FLICKERING TRUTH / FLÖKTANDI LJÓS SANNLEIKANS

Director: Pietra Brettkelly NZL/AFG 2015 / 91 min

AROUND THE WORLD IN 50 CONCERTS / UMHVERFIS HEIMINN Á 50 TÓNLEIKUM / OM DE WERELD IN 50 CONCERTEN

Director: Heddy Honigmann AUS/FIN/SWE/NED 2014 / 95 min

CARTEL LAND / GLÆPALAND

Director: Matthew Heineman MEX/USA 2015 / 98 min

CAVANNA, HE WAS CHARLIE / CAVANNA VAR CHARLIE / CAVANNA: JUSQU’À L’ULTIME SECONDE J’ÉCRIRA

Directors: Nina & Denis Robert FRA 2015 / 94 min

COMING OF AGE / ÞROSKASAGA

Director: Teboho Edkins LES/GER/RSA 2015 / 63 min

DEMOCRATS / LÝÐRÆÐISSINNAR

Director: Camilla Nielsson DEN 2015 / 100 min

FOODIES / SÆLKERAR

Directors: Thomas Jackson, Charlotte Landelius, Henrik Stockare SWE 2014 / 95 min

INGRID BERGMAN IN HER OWN WORDS / ÉG HEITI INGRID / JÄG ÄR INGRID

Director: Stig Björkman SWE 2015 / 114 min

JIA ZHANG-KE: A GUY FROM FENYANG / JIA ZHANG-KE: NÁUNGI FRÁ FENYANG

Director: Walter Salles BRA/CHI 2014 / 105 min

LEAVING AFRICA / AFRÍKA YFIRGEFIN

Director: Iiris Härmä FIN/UGA 2015 / 84 min

LISTEN TO ME MARLON / HLUSTAÐU Á MIG MARLON

Director: Stevan Riley GBR 2015 / 95 min

PERVERT PARK / PERRAGARÐURINN

Directors: Frida & Lasse Barkfors DEN/SWE/USA 2014 / 75 min

ROLLING PAPERS / JÓNUFRÉTTIR

Director: Mitch Dickman USA/URU 2015 / 79 mins

SPEED SISTERS / KAPPAKSTURSKONUR

Director: Amber Fares PAL/USA/QAT/GBR/DEN/CAN 2015 / 80 min

SWEET MICKY FOR PRESIDENT / MIKKA SÆTA SEM FORSETA

Director: Ben Patterson USA/HAI/CAN 2015 / 89 min

THE AMINA PROFILE / PRÓFÍLL AMINU

Director: Sophie Deraspe CAN 2015 / 84 min

THE ARMS DROP / VOPNAREGN / VÅBENSMUGLINGEN

Director: Andreas Koefoed DEN/GBR/IND 2014 / 94 min

THE CIRCUS DYNASTY / SIRKUSVELDIÐ / CIRKUSDYNASTIET

Director: Anders Riis-Hansen DEN 2014 / 95 min

THE CLOSER WE GET / ÞVÍ NÆR SEM VIÐ FÆRUMST

Director: Karen Guthrie GBR/ETH 2015 / 87 min

THE LIVING FIRE / ELDURINN LIFANDI / ЖИВА ВАТРА


Director: Ostap Kostyuk UKR 2014 / 77 min

THE QUEEN OF SILENCE / DROTTNING ÞAGNARINNAR

Director: Agnieszka Zwiefka GER/POL 2014 / 83 min

THE WANTED 18 / 18 EFTIRLÝSTAR

Director: Amer Shomali, Paul Cowan PAL/CAN/FRA 2014 / 75 min

WAR OF LIES / BLEKKINGASTRÍÐ / KRIEG DER LÜGEN

Director: Matthias Bittner GER 2014 / 89 min

WARRIORS FROM THE NORTH / STRÍÐSMENN ÚR NORÐRI / KRIGERNE FRA NORD

Directors: Nasib Farah, Søren Steen Jespersen DAN/SOM 2015 / 59 min

WHO TOOK JOHNNY / HVER TÓK JOHNNY?

Director: David Beilinson, Michael Galinsky, Suki Hawley USA 2014 / 77 min

 

ÍSLAND Í BRENNIDEPLI / ICELANDIC PANORAMA


CHASING ROBERT BARKER / Á HÆLUNUM Á ROBERT BARKER

Director: Daniel Florencio ICE/GBR 2015 / 90 min

IN THE SAME BOAT / Á SAMA BÁTI

Director: Halla Mia ICE/CAN 2015 / 39 min

LOBSTER SOUP INCLUDED / HUMARSÚPA INNIFALIN

Director: Styrmir Sigurðsson ICE 2015 / 48 min

O, BRAZEN AGE / Ó, SKAMMLAUSA ÖLD

Director: Alexander Carson ICE/CAN 2015 / 80 min

 

LOKAMYND / CLOSING FILM

 

TRAPPED / ÓFÆRÐ

Director: Baltasar Kormákur og Baldvin Z ICE 2015 / 2×40 min

 

 SJÓNARRÖND: DANMÖRK / IN FOCUS DENMARK

 

A SECOND CHANCE / ANNAÐ TÆKIFÆRI / EN CHANCE TIL

Director: Susanne Bier DEN/SWE 2014 / 102 min

A WAR / STRÍÐIÐ / KRIGEN

Director: Tobias Lindholm DEN 2015 / 115 min

THE BRIDGE / BRÚIN / BROEN

Director: Henrik Georgsson DEN/SWE/GER 2015 / 2 x 60 min

GOLD COAST / GULLSTRÖNDIN / GULDKYSTEN

Director: Daniel Dencik DEN/SWE/GHA 2015 / 114 mins

IN YOUR ARMS / Í ÞÍNUM HÖNDUM / I DINE HÆNDER

Director: Samanou Acheche Sahlstrøm DEN 2015 / 83 min

LONG STORY SHORT / LANGA SÖGU STUTTA / LANG HISTORIE KORT

Director: May el-Toukhy DEN 2015 / 100 min

MEN AND CHICKEN / MENN OG HÆNSN / MÆND OG HØNS

Director: Anders Thomas Jensen DEN/GER 2015 / 104 min

ROSITA / ROSITA

Director: Frederikke Aspöck DEN 2015 / 90 min

SILENT HEART / ÞÖGLA HJARTA / STILLE HJERTE

Director: Bille August DEN 2014 / 97 min

 

ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR


ACEDIA / SPEGILMYND

Director: Erla Hrund Halldórsdóttir ICE / 14 min

ECHO / BERGMÁL

Director: Atli Þór Einarsson ICE / 9 min

HEY DAD – BEEN A LONG TIME / HÆ PABBI – ÞÓTT VIÐ ÞEKKJUMST EKKI NEITT

Director: Haukur Karlsson ICE / 16 min

HEIMILDAMINND / DOCYOUMENTORY

Director: Jón Ásgeir Karlsson ICE / 4 min

PATTERN / MYNSTUR

Director: Valdimar Kúld ICE / 15 min

UNFOLDED / ROF

Director: Kristín Ísabella Karlsdóttir ICE / 10 min

YOU AND ME / ÞÚ OG ÉG

Director: Ása Helga Hjörleifsdóttir ICE / 13 min

THE CATMAN / KATTAMAÐURINN

Director: Barði Guðmundsson ICE / 19 min

RAINBOW PARTY / REGNBOGAPARTÝ

Director: Eva Sigurðardóttir ICE / 15 min

ZELOS

Director: Þóranna Sigurðardóttir USA/ICE / 15 min

BABEL LTD / BABEL HF.

Director: Smári Gunnarsson ICE / 15 min

DESERT TALKS / EYÐIMERKURSPJALL

Director: Ferrier Aurèle SUI/ICE/CHI

TORTURE.AVI / PYNDING.AVI

Director: Dan Nicholls CAN/ ICE 7 min

IMMIGRANT / INNFLYTJANDI

Directors: Einar Erlingsson & Jón Bragi Pálsson ICE / 4 min

BROTHERS / BRÆÐUR

Director: Þórður Pálsson ICE/GBR / 23 min

NARRATIVE CONFLICT / NARRATIVE CONFLICT

Director: Jónas Haux ICE/DEN / 7 min

 

ERLENDAR STUTTMYNDIR

 

A CONFESSION / JÁTNINGIN

Director: Petros Silvestros GBR 2015 / 9 min

APRIL’S FOOLS / APRÍLGABB

Director: Jonathan Dekel ISR 2014 / 25 min

ASTRONAUTS / GEIMFARAR / DIE RAUMFAHRER

Director: Bastian Gascho GER 2015 2/ 0 mins

UNLEADED / BLÝLAUST / SANS PLOMB

Director: Emmanuel Tenenbaum CAN/FRA/AHO/NED 2015 / 7 min

GERMAN SHEPHERD / ÞÝSKUR FJÁRHUNDUR

Director: Nils Bergendal SWE 2014 / 10 min

WHEN I CLOSE MY EYES / ÞEGAR ÉG LOKA AUGUNUM / LE PLI DANS L’ESPACE

Director: Ann-Julie Vervaeke BEL 2015 15 min

MIKE

Director: Petros Silvestros GBR 2014 / 7 min

LANCASTER, CA

Director: Mike Ott USA 2015 / 12 min

THE PSYCHONAUT / GEÐFARINN / PSYKONAUTEN

Director: Jon Vatne NOR 2015 / 14 min

JAY AMONGST MEN / JAY MEÐAL MANNA / JAY PARMI LES HOMMES

Director: Zeno Graton BEL/FRA 2015 / 28 min

THE STRANGER / SÁ ÓKUNNUGI

Director: Ka Ki Wong HKG 2014 19 min

SAFE SPACE / ÖRUGGT SVÆÐI / GESCHÜTZTER RAUM

Director: Zora Rux GER 2014 / 13 min

EXIT/ENTRANCE OR TRANSUMANA / ÚTGANGUR/INNGANGUR

Director: Federica Foglia ITA/CAN 2015 / 7 min

 

Í SVIÐSLJÓSINU: FÆREYJAR OG GRÆNLAND

FALLING ANGELS / FALLNIR ENGLAR / SUM EINGLAR VIT FALLA

Director: Maria Winther Olsen FRO 2015 / 28 min

GUILT / SEKT / SKULD

Director: Heidrik á Heygum FRO/DEN 2014 / 29 min

ONCE THE ICE MELTS / ÞEGAR ÍSINN BRÁÐNAR

Director: Egill Bjarnason USA/ICE 2015 / 19 mins

DARK SIDE OF THE MIND / INNRI MYRKUR / TAARSIARTULERNERUP TOQQORTAI

Director: Minik Bidstrup Petersen GRL 2015 / 28 min

HALF & HALF / HÉR OG ÞAR

Director: Aka Hansen GRL/DEN 2015 / 3 min


GULLNA EGGIÐ / THE GOLDEN EGG

 

AWAKENING

Director: Anais Lorie GBR / 20 min

KARUCEL

Director: Marya Yavorskaya FRA / 5 min

THE LOYALIST

Director: Minji Kang USA / 20 min

BESIDE THE POINT, UNDER IT

Director: Yuval Shapira USA / 8 mins

SAMMY CAN’T DANCE

Director: Ryan McLoughlin GBR / 20 min

RIGHTEOUS

Director: Cory Bowles CAN / 12 min

PARALYSIS

Director: Anais Volpe FRA / 10 min

BODY

Director: Lucas Cassales BRA / 16 min

WINTER HYMNS

Director: Harry Cherniak & Dusty Mancinelli CAN / 16 min

BETWEEN BLACK AND WHITE

Director: Socrates GRC / 15 min

SADIE

Director: Latonia Hartey CAN / 14 min

ANADYÓMENES TOPÍO

Director: Chemana Eliot NED/FRA / 5 min

DESERTS

Director: Irene Gomez Emilsson GBR / 20 min.

 

HEIÐURSVERÐLAUNAHAFAR

Fyrir æviframlag til kvikmyndalistarinnar


DAVID CRONENBERG:

 

DEAD RINGERS / NÁKVÆMLEGA EINS

Director: David Cronenberg CAN/USA 1988 / 116 min

EASTERN PROMISES / AUSTRÆN LOFORÐ

Director: David Cronenberg CAN/USA/GBR 2007 / 100 min

THE FLY / FLUGAN

Director: David Cronenberg CAN/USA/GBR 1986 / 96 min

THE BROOD / GOTIÐ

Director: David Cronenberg CAN 1979 / 92 min

CRASH / ÁREKSTUR

Dierctor: David Cronenberg CAN/GBR 1996 / 100 min

 

MARGARETHE VON TROTTA:

 

MARIANNE AND JULIANE / ÞÝSKU SYSTURNAR / DIE BLEIERNE ZEIT

Director: Margarethe von Trotta FRG/NED 1981 / 106 min

ROSENSTRASSE / RÓSASTRÆTI

Director: Margarethe von Trotta GER/NED 2003 / 136 min

THE MISPLACED WORLD / Í TÝNDUM HEIMI / DIE ABHANDENE WELT

Director: Margarethe von Trotta GER 2014 / 101 min

 

 SÓLVEIG ANSPACH

TIL MINNINGAR / IN MEMORIAM

 

LULU IN THE NUDE / NAKIN LULU / LULU FEMME NUE

Director: Sólveig Anspach FRA 2013 / 107 min

MADE IN THE USA / FRAMLEITT Í BANDARÍKJUNUM

Director: Sólveig Anspach FRA 2001 / 105 min

RIFF 3

SÉRVIÐBURÐIR / SPECIAL EVENTS

 

25. SEPTEMBER KL. 21:00 TJARNARBÍÓ – 
2.000 KR.

SMALL STAR SEMINAR:

TÓNLEIKAR MEÐ CORY MCABEE /  CORY MCABEE CONCERT

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Cory McAbee (Crazy and Thief, Stingray Sam, The American Astronaut) heldur tónleika sem verða teknir upp fyrir heimildarmyndina ‘Small Star Seminar.’ McAbee ferðast til valinna landa og flytur tónleikadagskrá fyrir hönd Small Star Corporation, sem vill að fólk gefi markmið sín upp á bátinn og leiti að stjörnunum innra með sér. Upphitun verður í höndum kammerpönksveitarinnar Malneirophrenia sem heldur stutta kvikmyndatónleika við myndbrot úr ‘The Last Man On Earth’ (1964).

 

25. SEPTEMBER KL. 20:00-02:00 HÁSKÓLABÍÓ
 – 3.500 KR.

MIDNIGHT MADNESS / MIÐNÆTURSTURLUN:

CRONENBERG – ‘BARON OF BLOOD’ MARAÞON

Maraþonsýning á eldri hrollvekjum David Cronenberg í samstarfi við Nexus. Fjallað verður stuttlega um verk Cronenberg fyrir sýningu og sérstakar veitingar verða til sölu. Sýndar verða myndirnar:

Kl. 20:00 Dead Ringers (1988)

Kl. 22:00 Brood (1979)
Kl.

Kl. 24:00 Fly (1986)

 

26. SEPTEMBER KL. 16:00 LOFT HOSTEL
AÐGANGUR – ÓKEYPIS / FREE

BESTA MÍNÚTAN VERÐLAUNUÐ / ONE MINUTE AWARD

Verðlaunaafhending í einnar mínútu myndakeppni RIFF, sýning á völdum myndum sem voru sendar inn í keppnina og tónleikar með skemmtilegri hljómsveit. Einnar mínútu myndirnar eru allar túlkun á þemanu „barátta.“ Keppnin var haldin í samstarfi við LOFT Hostel og franska sendiráðið.

 

26. SEPTEMBER KL. 19:30 BORG RESTAURANT

SJÓNRÆN MATARVEISLA / CINEMATIC/CULINARY EXPERIENCE

‘FOODIES’ Q&A

‘Foodies’ segir frá annáluðum sælkerum og matargagnrýnendum sem ferðast um heiminn
og snæða besta mat sem völ er á. Við þessa viðhafnarsýningu njóta gestir sælkeraveislu sem kokkarnir á Borg Restaurant reiða fram á meðan sýningu myndarinnar stendur. Einstök kvöldstund þar sem ástríðufull matargerð og kvikmyndagerð fara saman. Takmarkað miðaframboð. Miðar seldir á riff.is

 

26. SEPTEMBER KL. 21:00 
SUNDHÖLLIN Í REYKJAVÍK – 
1.500 KR.


SUNDBÍÓ / SWIM-IN CINEMA SUSPIRIA

Hryllingsmyndin Suspiria (1977, Dario Argento) er sýnd í sundi með tilheyrandi skreytingum í takt við þessa vel þekktu og súrrealísku költ-mynd. Suspiria fjallar um dansara sem kemur frá New York til Þýskalands til þess að læra við þekktan ballettskóla. Ekki er allt sem sýnist innan veggja skólans og undarlegir hlutir fara að gerast fyrir tilstilli illra afla.

BANNAÐ INNAN 16 ÁRA / AGES 16 AND OVER

 

27. SEPTEMBER KL. 14:00
 SUNDLAUG KÓPAVOGS – 
800 KR.


SUNDBÍÓ FYRIR BÖRN OG FJÖLSKYLDUR / SWIM-IN CINEMA FOR KIDS AND FAMILIES

MÚMÍNÁLFARNIR OG HALASTJARNAN / MOOMINS AND THE COMET CHASE

Skemmtilegt sundbíó með tilheyrandi stuði fyrir börn og fjölskyldur. Kvikmyndin ‘Múmínálfarnir og halastjarnan’ verður sýnd, með íslensku tali, við ylvolga og grunna sundlaug. Gestir fá kynningu á múmínálfunum fyrir kvikmyndasýninguna. Ókeypis drykkir í boði á bakkanum!

ÓKEYPIS FYRIR BÖRN YNGRI EN 10 ÁRA / FREE FOR KIDS UNDER 10 YEARS

 

28. SEPTEMBER KL. 20:00 LOFT HOSTEL


HALTU KJAFTI & SKRIFAÐU HANDRIT / SHUT UP & WRITE A SCRIPT

Fólki er boðið að koma hugmynd á blað
 eða skrifa handrit í þögn í eina klukkustund. Handritshöfundurinn Margrét Örnólfsdóttir verður með kynningu á handritaskrifum og ræðir við
gesti að skrifum loknum. Haltu kjafti & skrifaðu 
var stofnað í New York og hafa viðburðir að þeirri fyrirmynd verið haldnir um allan heim. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Meðgönguljóð og LOFT Hostel.

AÐGANGUR ÓKEYPIS / FREE

 

28. SEPTEMBER KL. 15:00 GJÁBAKKI, KÓPAVOGI ÓKEYPIS / FREE

SÉRSÝNING Í GJÁBAKKA / SCREENING IN GJÁBAKKI

‘HVER STUND MEÐ ÞÉR’

Leikstj. Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir

Sýning á nýrri heimildarmynd. Ólafur Björn Guðmundsson orti ástarljóð til konu sinnar, Elínar Maríusdóttur, á 60 ára tímabili. Að þeim liðnum samdi barnabarn þeirra, Anna María Björnsdóttir, tónlist við ljóðin og gaf út á plötunni ‘Hver stund með þér.’ Að sýningu lokinni ræða kvikmyndagerðarmennirnir við gesti og lifandi tónlist verður leikin.

 

29. SEPTEMBER KL. 20:00 GERÐARSAFN
 – 1.500 KR.

DÁLEIÐSLA OG KVIKMYNDALIST / HYPNOSIS AND FILMMAKING

Franski dávaldurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Gurwann Tran Van Gie var valinn sem listamaður ársins í árlegu samstarfi þriggja hátíða: RIFF,
Hors Pistes hátíðarinnar í París og Air d’Islande. Hann sýnir nýjasta kvikmyndaverkefni sitt ‘Honest Experience’ og verður með hópdáleiðslu við tónlist að kvikmyndasýningu lokinni. ‘Honest Experience’ er tilraunakennd mynd sem fjallar um heilindi. Við kynnumst fjórum einstaklingum sem eru dáleiddir af Gurwann. Hann spyr þau út í sannleikann um það sem knýr þá áfram til þess að skapa og hafa áhrif. Sýningin fór fyrst fram á Pompidou safninu í París í janúar.

 

30. SEPTEMBER KL. 17:00-18:30 GERÐARSAFN
 – AÐGANGUR ÓKEYPIS / FREE

Culture.pl og RIFF kynna:

PÓLSKAR HREYFIMYNDIR / POLISH ANIMATION

Wojtek Wawszczyk og Zofia Scislowska frá pólsku hreyfimyndasamtökunum kynna verk á sviði hreyfimynda og tæknibrellna. Þau sýna fjórar myndir: ‘Ziegenort,’ ‘Hipopotamy,’ ‘The Lost Town of Switez’ og ‘Chick.’

 

30. SEPTEMBER KL. 20:00 MOLINN, HÁBRAUT 2, KÓPAVOGI – AÐGANGUR ÓKEYPIS / FREE

HUMARSÚPA INNIFALIN / LOBSTER SOUP INCLUDED

Sérsýning á íslensku gaman-heimildarmyndinni ‘Humarsúpa innifalin’ sem fylgir skemmtikraftinum Þorsteini Guðmundssyni eftir á ferðlagi hans frá Reykjavík til Hríseyjar. Að sýningu lokinni ræðir leikstjóri myndarinnar, Styrmir Sigurðsson og Þorsteinn sjálfur, um myndina við áhorfendur.

 

30. SEPTEMBER KL. 20:00 Q&A TJARNARBÍÓ
 – 1.500 KR.

ÞÁTTTÖKU-KVIKMYNDASÝNING Á SUFFERROSA
SUFFERROSA / LIVE CINEMA PERFORMANCE

Sýning á ‘Sufferrosa’ eftir The Kissinger Twins. Spurt og svarað að sýningu lokinni.

Listatvíeykið The Kissinger Twins samanstendur
af þeim Dawid Marcinkowski og Kasia Kifert. Þau koma frá Póllandi og hafa vakið athygli á heimsvísu fyrir einstakar þátttöku-kvikmyndasýningar. Kvikmyndir þeirra sameina kvikmyndagerð,
tækni internetsins og virkja um leið áhorfendur sem verða að þátttakendum. Sýning þeirra er styrkt af menningarmálaráðuneyti Póllands og kvikmyndamiðstöð Póllands.

‘Sufferosa’ er ein helsta þátttökukvikmynd The Kissinger Twins og eitt stærsta verkefni sem
hefur sameinað kvikmyndagerð og internetið. Myndin inniheldur 110 senur, þrjá ólíka enda og gerist á 20 stöðum. ‘Sufferosa’ hefur unnið til verðlauna og er fyrsta þátttökukvikmyndin sem hefur ferðast á milli kvikmyndahátíða sem lifandi kvikmyndasýning. Þetta er nýrökkursatíra um æsku- og útlitsdýrkun nútímasamfélags sem hefst þegar rannsóknarlögreglumaðurinn Ivan Johnsson fer að leita að horfinni konu.

 

2. OKTÓBER KL. 16:00 GERÐARSAFN
 – AÐGANGUR ÓKEYPIS / FREE

Culture.pl og RIFF kynna:

PÓLSK KVIKMYNDA- OG MYNDLIST / POLISH CINE ART

Kvikmyndin ‘The Performer’ (2015, 62 mín), í leikstjórn Maciej Sobieszczanski og Lukasz Ronduda, er sýnd. Að sýningu lokinni taka við umræður þar sem ritstjórar bókarinnar ‘Polish Cine Art,’ þau Jakub Majmurek og Lukasz Ronduda (annar leikstjóri Performer), fjalla um notkun pólskra myndlistarmanna á kvikmyndamiðlinum. ‘The Performer’ er listasýning í formi kvikmyndar sem byggir á lífi gjörningalistamannsins Oskar Dawicki, sem leikur sjálfan sig.

 

2. OKTÓBER KL. 20:00 SALURINN
 – 3.900 KR.

KVIKMYNDATÓNLEIKAR / FILM CONCERT

KVÖLDSTUND MEÐ WOODY ALLEN / A NIGHT WITH WOODY ALLEN

Það eru ekki bara mannlegir brestir sem heilla við kvikmyndir Woody Allen heldur leikur tónlistin einnig mjög stórt hlutverk í þeim öllum. Mestmegnis er það djass frá fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum sem er Allen hjartfólginn.

Á tónleikunum mun Jazzkvintettinn Bananas leika lög úr mörgum myndum Woody Allen og leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir ferðast með okkur í gegnum kvikmyndasögu leikstjórans á lifandi hátt svo áhorfendur geti rifjað upp kynni sín af persónum og leikendum Allens allt frá Radio Days til Manhattan, og Systrum Hönnu til Annie Hall.

 

1. OKTÓBER KL. 21:00 STÚDENTAKJALLARINN – AÐGANGUR ÓKEYPIS / FREE

KVIKMYNDAUPPISTAND / STAND-UP COMEDY SHOW

GOmobile, Stúdentakjallarinn
og RIFF kynna:
Staða og birtingarmynd kvenna í kvikmyndum hefur verið í deiglunni. Nú stíga fyndnustu
konur landsins fram og tala um upplifun sína af kvikmyndum og kynjagleraugum. Búið ykkur undir flugbeitta brandara og frussandi hláturköst. Uppistandið fer fram á íslensku.

Uppistandarar: Bylgja Babýlóns, Edda Björgvinsdóttir, Snjólaug Lúðvíksdóttir og Þórdís Nadia Semichat.

 

FRÆÐSLA OG MEISTARASPJÖLL / EDUCATION AND MASTERCLASSES

 

25. SEPTEMBER KL. 18:00 NORRÆNA HÚSIÐ
 – 1.400 KR.

PLANETARY Q&A

Mennirnir hafa aldrei getað tengst hver öðrum
á jafn fljótlegan og auðveldan hátt eins og nú, en á sama tíma rofna tengsl okkar við náttúruna óhemju hratt. Í heimildarmyndinni ‘Planetary’ er fjallað um þetta rof. Leikstjórinn Guy Reid ræðir við gesti um hætturnar sem fylgja sambandsleysinu að lokinni sýningu á myndinni.

 

 26. SEPTEMBER KL. 14:30 LOFT HOSTEL
 – AÐGANGUR ÓKEYPIS / FREE

YOUNG NORDIC TALENTS

Kynning á Young Nordic Talents og sýning
á kvikmyndaverkum sem unnin voru á námskeiðinu. Young Nordic Talents er haldið í fyrsta sinn í ár. 24 ungir kvikmyndagerðarmenn, 18-26 ára, frá Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Noregi, Þýskalandi og Íslandi sameinast í Reykjavík dagana 21. til 27. september og vinna saman að kvikmyndaverkefnum.

 

26. SEPTEMBER KL. 17:30 BÍÓ PARADÍS – 
1.400 KR.

SPEED SISTERS Q&A

‘Speed Sisters’ (2015) er heimildarmynd um fimm palestínskar konur sem keppa í kappakstri á Vesturbakkanum. Amber Fares, leikstjóri myndarinnar, kemur til landsins og ræðir myndina, Palestínu og stöðu palestínskra kvenna við Bryndísi Silju Pálmadóttur, stjórnarkonu í Íslandi-Palestínu og Arnar Gíslason kynjafræðing að sýningu lokinni. Viðburðurinn er haldinn í samvinnu við samtökin Ísland-Palestína.

 

27. SEPTEMBER KL. 14:00-18:00 MOLINN, HÁBRAUT 2, KÓPAVOGI – AÐGANGUR ÓKEYPIS / FREE

SMIÐJA / WORKSHOP

KVIKMYNDAKOMMÚNAN / THE FILM COMMUNE

Kvikmyndakommúnan býður upp á opna kennslustund og kynningu á starfi sínu. Um er að ræða nýstofnað samfélag upprennandi kvikmyndagerðarmanna sem veitir ókeypis menntun og hvatningu. Lára Marteinsdóttir kvikmyndagerðarmaður kennir.

 

29. SEPTEMBER KL. 15:00 NORRÆNA HÚSIÐ / NORDIC HOUSE

MEISTARASPJALL / MASTERCLASS

MARGARETHE VON TROTTA

Hér ræðir Margarethe von Trotta, heiðursverðlaunahafi RIFF, verk sín, vinnuaðferðir og persónusköpun.

 

30. SEPTEMBER KL. 13:00 – 
HÁTÍÐARSALUR HÍ / UNIVERSITY OF ICELAND (MAIN HALL)

MEISTARASPJALL / MASTERCLASS

DAVID CRONENBERG

Heiðursverðlaunahafinn David Cronenberg ræðir verk sín og svarar spurningum áhorfenda.

 

1. OKTÓBER KL. 12:00 NORRÆNA HÚSIÐ – AÐGANGUR ÓKEYPIS / FREE

UMRÆÐUR / DISCUSSION

AÐ VELJA Á KVIKMYNDAHÁTÍÐ / SELECTING FESTIVAL FILMS

Hvaða áhrif hafa viðtökur og fjárhagur á ákvarðanir dagskrárstjóra? Hafa ákvarðarnir þeirra bein áhrif á það hvaða myndir eru valdar til dreifingar og hvaða kvikmyndagerðarmenn komast áfram? Ætti valferlið að vera gagnsærra?

 

1. OKTÓBER KL. 18:00 NORRÆNA HÚSIÐ
 – AÐGANGUR ÓKEYPIS / FREE

MEISTARASPJALL / MASTERCLASS

KISSINGER TWINS

Kissinger Twins fjalla um listsköpun sína og sín helstu verk frá árinu 2002. Á meðal verka eru Sufferrosa, The Trip, Forget Me Not og The Network is Watching.

 

2. OKTÓBER KL. 13:00 NORRÆNA HÚSIÐ – AÐGANGUR ÓKEYPIS / FREE

UMRÆÐUR / DISCUSSION

DÖNSK KVIKMYNDAGERÐ / DANISH FILMMAKING

Danskar kvikmyndir og sjónvarpsefni hafa vakið verðskuldaða athygli á undanförnum áratugum og mikill fjöldi frábærra kvikmynda komið þaðan sem hafa sópað til sín verðlaunum um allan heim. RIFF býður upp á úrval danskra mynda í ár og hér verður rætt um sérstöðu danskrar kvikmyndagerðar.

Þátttakendur tilkynntir á riff.is

 

2. OKTÓBER KL. 16:00 
CENTER HOTEL PLAZA V/ INGÓLFSTORG – AÐGANGUR ÓKEYPIS / FREE

ÍSLENSK KVIKMYNDATÓNSKÁLD / ICELANDIC FILM COMPOSERS

ATLI ÖRVARSSON Q&A

Íslensk kvikmyndatónskáld hafa náð langt að undanförnu. Hér sjáum við brot úr verkum
sem Íslendingar hafa samið fyrir nýverið. Að
því loknu spjallar leikarinn Gunnar Hansson við kvikmyndatónskáldið Atla Örvarsson sem hefur starfað í Hollywood undanfarin 15 ár.

 

3 & 4. OKTÓBER KL. 13:00 NORRÆNA HÚSIÐ – AÐGANGUR ÓKEYPIS / FREE

SMIÐJA / WORKSHOP

STELPUR FILMA / GIRLS FILMING

RIFF stendur fyrir námskeiðinu Stelpur filma í samstarfi við Reykjavík í fyrsta sinn. Námskeiðið er fyrir stelpur í 8. og 9. bekk og læra þær af færustu kvikmyndagerðarkonum landsins. Lokað námskeið sem lýkur með frumsýningu á RIFF.

 

BARNAKVIKMYNDAHÁTÍÐ RIFF / RIFF CHILDREN & YOUTH FESTIVAL

 

26. SEPT–28. SEPT.
NORRÆNA HÚSINU / THE NORDIC HOUSE AÐGANGSEYRIR / ADMISSION 500 KR.

 

LAUGARDAGUR 26. SEPT.

11:00 Stuttmyndadagskrá fyrir 10 ára og eldri.

13:00 Stuttmyndadagskrá fyrir 4 ára og eldri. Leikkona leiðir börnin í gegnum dagskrána.

14:30 Við fögnum opnun Barnakvikmyndahátíðar með sýningu á plakötum sem við fengum send

í „Litli Lundi fer í bíó“ keppnina. Plakötin verða til sýnis fram á mánudagskvöld.

15:00 Opnunarmynd hátíðarinnar er teiknimyndin ‘Gullni hesturinn’ (á ensku, fyrir 6 ára og eldri, 75 mín.). Leikkonan Thelma Marín Jónsdóttir leiðir börnin og fullorðna fólkið í gegnum dagskrána.

 

SUNNUDAGUR 27. SEPT.

11:00 Stuttmyndir fyrir 6 ára og eldri.

13:00 Stuttmyndir fyrir 4 ára og eldri.
Leikkona leiðir börnin í gegnum dagskrána.

15:00 Stuttmyndir fyrir 14 ára og eldri! Íslensk óvissumynd sýnd og sérstakir leynigestir mæta.

 

MÁNUDAGUR 28. SEPT.

16:30 Lokahóf Barnakvikmyndahátíðar!

Þegar þú kemur á rauða dregilinn skaltu vara þig á papparössunum sem reyna að ná myndum af þér! Leikkonan Thelma Marín Jónsdóttir tekur
á móti ykkur og við tilkynnum sigurvegara í teiknisamkeppninni „Lundi litli fer í bíó“. Eistneska kvikmyndin ‘Leynifélag Súpubæjarins’ (enskur texti, 90 mín.) verður svo sýnd.

 

BRANSADAGAR / INDUSTRY DAYS


Mánudaginn 28. sept 13.00-16.00 í Norræna húsinu.

Er íslensk kvikmynd góð fjárfesting? – Pallborðsumræður

Í ljósi þeirra alþjóðlegu verðlauna sem kvikmyndirnar Hross í oss, Fúsi og Hrútar hafa hlotið á undanförnum mánuðum sjáum við hjá RIFF merki um að íslensk kvikmyndagerð sé á uppleið. Þar að auki hafa ýmsar íslenskar kvikmyndir (t.d. Svartur á leik og Vonarstræti) fengið ágætis dreyfingu um allan heim. Það er þess vegna sem RIFF stendur fyrir pallborðsumræðum undir yfirskriftinni ,,Er íslensk kvikmyndagerð góð fjárfesting?“

Fundarstjóri: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og

nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins.

Þátttakendur: Grímar Jónsson, Heiðar Guðjónsson, Gísli Gíslason, Agnes Johansen, Baltasar Kormákur, Rob H. Aft og Rakel Garðarsdóttir.

 

Þriðjudagur 29. sept 15.00-17.00 í Norræna húsinu.

Masterklassi með leikstjóranum Margreth Von Trotta

Margarethe von Trotta er brautryðjandi í kvikmyndaleikstjórn og ein af frumkvöðlunum sem stóðu að þýsku nýbylgjunni í kvikmyndagerð á sjöunda og áttunda áratugnum. Í fyrstu myndum sínum skoðaði hún samtímamálefni með tilraunakenndum aðferðum þar sem flóknar tæknilegar útfærslur fengu að sitja á hakanum. Hér ræðir Margarethe von Trotta, heiðursverðlaunahafi RIFF, verk sín, vinnuaðferðir og persónusköpun.

Umræðustjóri: Elísabet Ronaldsdóttir, klippari/kvikmyndagerðarkona.

Q&A með David Cronenberg

Leikstjórinn svarar spurningum úr sal eftir sýningu á kvikmyndinni Crash.

(Þessi viðburður er eingöngu fyrir bíógesti – ekki er hægt að koma bara á Q&A.)

 

Miðvikudagur 30. sept 13.00-15.00 í hátíðarsal Háskóla Íslands

Masterklassi með leikstjóranum David Cronenberg.

Það er okkur einstök ánægja að kynna heiðursgest okkar, hinn mikilsvirta og hæfileikaríka leikstjóra David Cronenberg (einnig þekktur sem konungur kynferðislegra hrollvekja eða blóðbaróninn).  Meðal kvikmynda þessa kanadíska meistara eru The Fly, Naked Lunch, A History of Violence og Eastern Promises en ferill hans ætti að tryggja að masterklassinn verði áhugaverður og fróðlegur á sama tíma.

Umræðustjóri: Marteinn Þórsson, leikstjóri.

 

Fimmtudagur 1. okt 12.00-14.00 í Norræna húsinu

Að velja á kvikmyndahátíð: Pallborðsumræður

Hvaða áhrif hafa viðtökur og fjárhagur á ákvarðanir dagskrárstjóra? Hafa ákvarðarnir þeirra bein áhrif á það hvaða myndir eru valdar til dreifingar og hvaða kvikmyndagerðarmenn komast áfram? Ætti valferlið að vera gagnsærra?

Stjórnandi: Helga Stephenson, fyrrum stjórnandi kvikmh. í Toronto

Þátttakendur: Arnaud Gourmelen, dagskrárstjóri fyrir Director’s Fortnight flokkinn á Cannes, Fredrick Boyer, stjórnandi Tribeca kvikmyndahátíðarinnar, Piers Handling, framkvæmdastjóri Toronto kvikmyndahátíðarinnar

Giorgio Gosetti, stjórnandi Venice Days dagskrárinnar á kvikmhátíðinni í Feneyjum og dagskrárstjóri RIFF.

 

16.00-18.00 – Rútuferð frá Ráðhúsi Reykjavíkur

Heimsókn til Saga Film

Saga Film hefur yfir 35 ára reynslu af framleiðslu. Upprunalega sáu þau helst um þjónustu á tökustað fyrir Hollywood stórmyndir eins Bond myndina View to a Kill, Batman Begins og Tomb Raider. Saga Film varð svo leiðandi í framleiðslu og leikstjórn á íslenskum auglýsingum og síðar á sjónvarpsþáttum og heimildamyndum.

* Þessi viðburður er eingöngu fyrir boðsgesti og skráða þátttakendur Bransadaga

 

21.30-22.30

Q&A með David Cronenberg

Leikstjórinn svarar spurningum úr sal eftir sýningu.

(Þessi viðburður er eingöngu fyrir bíógesti – ekki er hægt að koma bara á Q&A.)

 

Föstudagur 2. okt. 13.00-15.00 í Norræna húsinu

Árangur danskra kvikmynda – pallborðsumræður

Danskar kvikmyndir og sjónvarpsefni hafa vakið verðskuldaða athygli á undanförnum áratugum og mikill fjöldi frábærra kvikmynda komið þaðan sem hafa sópað til sín verðlaunum um allan heim. RIFF býður upp á úrval danskra mynda í ár og hér verður rætt um danskt kvikmyndaumhverfi þar sem einkaaðilar og opinberar stofnanir starfa saman að því að gera frábærar myndir. Danska kvikmyndastofnunin hefur mikið að segja en hún veitir styrki, heldur námskeið og kynnir nýjar myndir.

Stjórnandi: Charlotte Böving, leikkona.

Þátttakendur: Jesper Morthorst, framleiðandi Silent Heart, Mikkel Jersin framleiðandi Þrasta, Rúnar Rúnarsson, leikstjóri Þrasta.

 

Föstudagur 2. okt 16.00-18.00 á Center hotel Plaza v/ Ingólfstorg

Kynning á íslenskum kvikmyndatónskáldum

Atli Örvarsson kvikmyndatónskáld með Q&A

Íslensk tónlist hefur verið eitt helsta aðdráttarafl landsins frá því Björk sigraði heiminn með einstakri sköpun sinni. Hæfileikar íslenskra tónlistarmanna virðast endalausir og hafa haft áhrif á kvikmyndaiðnaðinn á alþjóðavettvangi. Það er skemmst að minnast þess þegar Ólafur Arnalds hlaut BAFTA verðlaunin fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttaröðinni Broadchurch (2013) og Jóhann Jóhannsson Grammy verðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni The History of Everything (2014).

Á þessum viðburði sjáum við brot af þeim verkefnum sem íslensk kvikmyndatónskáld hafa verið að sinna nýlega bæði erlendis og hér heima. Að því loknu mun leikarinn Gunnar Hansson spjalla við kvikmyndatónskáldið Atla Örvarsson sem hefur ríflega 15 ár starfað í Hollywood og samið tónlist fyrir kvikmyndir á borð við Vantage Point, Babylon AD, The Eagle, Blóðberg og síðan nú síðast fyrir  íslensku verðlaunamyndina Hrútar.

Stjórnandi/spyrill: Gunnar Hansson, leikari og leikstjóri.

RIFF 2

DÓMNEFNDIR 2015


UPPGÖTVUN ÁRSINS: GULLNI LUNDINN / DISCOVERY OF THE YEAR: THE GOLDEN PUFFIN

DÓMNEFND / JURY:

 

Dagmar Forelle

Forstöðumaður fjáröflunarsviðs kvikmyndahátíðarinnar í Berlín frá árinu 2000. Hún hefur haft mikil áhrif á samstarf hátíðarinnar við atvinnulífið.

 

Frederic Boyer

Eftir að hafa verið í valnefnd Director’s Fortnight flokksins í Cannes frá árinu 2003 tók hann við
sem dagskrárstjóri þar árin 2010 og ‘11. Listrænn stjórnandi evrópsku kvikmh. í Les Arcs frá 2009 og Tribeca hátíðarinnar í New York frá 2012.

 

Paola Corvino

Stofnaði sjálfstæða dreifingaraðilann Intramovies fyrir fjörutíu árum. Corvino hefur verið forseti Bandalags ítalskra kvikmyndaútflytjenda frá 2004.

 

Laufey Guðjónsdóttir

Laufey hefur verið forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands frá árinu 2003.

 

Agnes Johansen

Kvikmyndaframleiðandi. Meðal verka hennar eru ‘Stormviðri’, ‘Dís’, ‘Mýrin’, ‘Brúðguminn’, ‘Fúsi’ og ‘Ófærð.’

 

UMHVERFISVERÐLAUN / ENVIRONMENTAL AWARD

Umhverfisverðlaunin eru veitt í sjötta sinn. Þau hlýtur ein mynd úr flokknum Önnur framtíð.

 

DÓMNEFND / JURY:

 

Rakel Garðasdóttir

Verkefnastjóri hjá leikhópnum Vesturporti og meðhöfundur bókarinnar ‘Vakandi veröld.’

 

Gísli Marteinn Baldursson

Fyrrverandi borgarfulltrúi og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV.

 

Guðrún Helga Jónasdóttir

Starfar í innkaupadeild RÚV.

 

Hlín Jóhannesdóttir

Framleiðandi

 

FIPRESCI VERÐLAUNIN

 

FIPRESCI eru alþjóðleg samtök kvikmyndagagnrýnenda sem starfa í yfir fimmtíu löndum og veita verðlaun á fjölda kvikmyndahátíða um allan heim.

 

DÓMNEFND / JURY:

 

José Teodoro

Kanadískur kvikmynda- og bókmenntagagnrýnandi sem skrifar fyrir Cinema Scope, Film Comment o.fl.

 

Kira Taszman

Þýskur kvikmyndagagnrýnandi sem skrifar fyrir Neues Deutschland, Nürnberger Zeitung, Die Welt o.fl. blöð.

 

Madelyn Most

Kvikmyndagerðarmaður og fréttamaður sem býr í Bretlandi og Frakklandi, hvaðan hún fjallar um kvikmyndaiðnaðinn og -hátíðir.

 

BESTA ÍSLENSKA STUTTMYNDIN / BEST ICELANDIC SHORT

 

DÓMNEFND / JURY:

 

Reynir Lyngdal

Kvikmyndagerðarmaður

 

Elísabet Ronaldsdóttir

Klippari

 

Valdís Óskarsdóttir

Leikstjóri og klippari

 

GULLNA EGGIÐ

 

DÓMNEFND / JURY:

 

Þórunn Erna Clausen

leikkona

 

Jón Páll Eyjólfsson

leikhússtjóri

 

María Reyndal

handritshöfundur

 

 

 

 

Comments are closed.