Rífandi góð stemning: Valdimar tryllti Havarí

0

Havarí er sannkallaður eðal staður en þar ríkir oft rífandi góð stemning! Síðastliðið sumar er sko engin undantekning en þá var allt morandi í tónleikum, heitt á könnunni og einstaklega góð stemning. Það eru hjónin og stuðboltarnir Svavar Pétur Eysteinsson einnig þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló og Berglind Hasler sem eiga og reka Havarí.

Í þessu skemmtilega myndskeiði má sjá hljómsveitina Valdimar fara á kostum en sveitin hélt þar heljarinnar tónleika og tryllti líðinn eins og þeim einum er lagið! Fleiri myndskeið eru væntanleg þannig endilega fylgist með gott fólk!

Skrifaðu ummæli