RIF SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „SKAGINN“

0

rif 33

Hljómsveitin Rif var að senda frá sér glænýtt lag sem nefnist „Skaginn“ og er lagið óður til Akranes.

„Ég var þar mikið í frumbernsku hjá ömmu minni og afa á Jaðarsbrautinni við Langasand og hefur sá staður því alltaf verið sterkur í undirmeðvitund minni. Textinn fjallar um stefnumót mitt við vofu afa míns.“ – Andri Ásgrímsson forsprakki Rif.

Andri og  Haraldur Þorsteinsson eru að pæla í stórum spurningum eins og „er Andri og forfaðir hanns sami maðurinn, ef tilgangur lífsins er að fjölga sér og viðhalda lífi þá er hægt að deyja sáttur því við lifum í gegnum börnin okkar, deilum sama blóði og genum að einhverju leyti bara á öðrum stað í tímanum.“

rif 2

Andri Ásgrímsson og Haraldur Þorsteinsson sömdum texta lagsins en Sölvi Kolbeinsson spilar á saxafón en hann er einn sá efnilegasti í bransanum dag. Bara Heiða syngur bakraddir og gerir hún það listarlega vel.

Comments are closed.