RICHARD ASHCROFT, FOO FIGHTERS OG RAPP Á RAFMAGNAÐRI SECRET SOLSTICE Í GÆR

0

Tónlistarhátóðin Secret Solstice er á blússandi siglingu og var dalurinn stappaður í gær og myndaðist afar góð stemming! Richard Ashcroft sem gerði garðinn frægann með hljómsveit sinni The Verve fór algjörlega á kostum og tók hann alla sínu helstu slagara! Rappið var einnig áberandi en allt ætlaði um koll að keyra þegar Birnir, Aron Can, Herra Hnetusmjör, Shades Of Reykjavík og fleiri stigu á stokk í Fenrir!

Hápunkturinn var þegar bandaríska hljómsveitin The Foo Fighters steig á svið og renndu þeir í hvern slagarann á eftir öðrum! Stemmingin var gríðarlega góð enda er The Foo Fighters ein besta tónleika sveit heims!

Ljósmyndarinn Hörður Ásbjörnsson skellti sér á hátíðina fyrir hönd Albumm.is og tók hann þessar frábæru ljósmyndir!

 

http://secretsolstice.is

Skrifaðu ummæli