REYNSLUBOLTAR ÚR BRANSANUM LÁTA Í SÉR HEYRA

0

rokkva-3

Hljómsveitin Rökkva var að senda frá sér plötuna By Your Tree en sveitin var stofnuð haustið 2015 af reynsluboltum úr bransanum en hefur haft hægt um sig þar til nú. Nokkrir tónleikar hafa verið haldnir í sumar og haust á Íslandi og erlendis og mun Rökkva taka einnig þátt í Iceland Airwaves af fullum krafti og verður með tíu tónleika þar.

Tónlist Rökkva er einstaklega tilfinningaþrungin, meiningarfull og jafnvel sársaukafull á köflum. Lagt er áherslu á raddir, strengi og kassagítarleik en annar fiðluleikari hljómsveitarinnar er afar reynslumikill fiðluleikari frá Írlandi.

Hér má sjá forsíðu plötunnar sem teiknuð var af listamanninum Dalex (Davíð Alexander Österby)

Hljómsveitin tók einnig upp bíómynd í sumar í samstarfi við Leikfélag Selfoss og mun hún koma út í kjölfarið á næstu vikum en hún verður einnig notuð sem myndband fyrir öll lög plötunnar. Myndin er því bæði sjálfstæð mynd og tónlistarmyndband.

Myndin fjallar um strák í hjólastól sem ferðast um landið í leit að þjóðsagna og ævintýrapersónum. Ýmsir þjóðþekktir einstaklingar koma fram í myndinni s.s. Guðni Th, forseti Íslands, Dr. Gunni, Stefán Hilmarsson, Björgvin Halldórsson, Bryndís Ásmundsdóttir, Pétur Guðmundsson o.fl.

rokkva-2

Platan heitir By Your Tree og kemur sem fyrr segir út þann 3. nóvember. Hún verður til sölu á netinu stafrænt og á geisladisk og svo síðar á vínyl.

Meðlimir Rökkva eru Guðný Lára Gunnarsdóttir, Viktor Ingi Jónsson, Stefán Örn Viðarsson, Guðmundur „Túni“ Bjarnason, Guðmundur Pálsson og Austin McManus.

Hægt er að hlusta á og versla plötuna á www.cdbaby.com/cd/rokkva eða á heimasíðu Rökkva www.rokkva.com

Comments are closed.