REYKJAVÍKURDÆTUR SENDA FRÁ SÉR LAGIÐ „FANBOIS“ OG SAFNA FYRIR SINNI FYRSTU BREIÐSKÍFU Á KAROLINA FUND

0

DÆTUR

Reykjavíkurdætur hafa heldur betur verið á milli tannana á fólki að undanförnu eða allt frá því þær spiluðu í þættinum Vikan Með Gísla Marteini.

Dæturnar eru á blússandi siglingu um þessar mundir en þær eru á leið í tónleikaferð til London og spila á tónlistarhátíðinni hróarskeldu í sumar.

dætur 2

Í gær sendu dömurnar frá sér glænýtt lag og myndband sem nefnist „Fanbois.“ Bjarki Hallbergsson gerði taktinn við lagið en myndbandið er unnið af Alex Michael Green og Alexander Hrafni Ragnarssyni en saman mynda þeir fyrirtækið  ,,JIVO.”

Einnig eru Reykjavíkurdætur með söfnun á Karolina Fund en þar safna þær fyrir sinni fyrstu breiðskífu.

Comments are closed.