REYKJAVÍKURDÆTUR OG SAGAN Á BAKVIÐ LAGIÐ „HVER ER UNDIR TEPPINU?“

0

dætur 3

Reykjavíkurdætur er kvenmannsrappsveit sem kom æðandi inn í tónlistarheiminn árið 2013. Stelpurnar hafa vakið mikla eftirtekt vegna texta og sviðsframkomu en Textarnir í lögunum fjalla mikið um pólitík, feminista og kynferðisofbeldi. Eitt af lögum Reykjavíkurdætra sem verður á nýju plötunni þeirra heitir, „Hver Er Undir Teppinu?“ Eins og fyrr segir eru textarnir þeirra með stór skilaboð og við hjá Albumm vildum endilega fá að heyra söguna á bakvið lagið og var „Hver Er Undir Teppinu?“ fyrir valinu.


Vigdís Ósk og MC Blær meðlimir Reykjavíkurdætra héldu á Druslugönguna 2015 og urðu æstar og fengu innblástur frá dagskránni og göngunni. Frikki Dór að vernda þolendur kynferðisofbeldis, gera þetta allt aðeins barnvænna og fallegra, right? Eftir það var farið heim til Blævar í smá kojufyllerí og settum á beat eftir Leif Eiríksson Geimfara og vin. Mikil umræða um samfélagið og attitude sem byggist á að vilja breytingu en vilja samt ekki taka þátt í að breyta hlutunum. Yfirborðskenndi aktívistinn sem lyftir lyklum fyrir framan Alþingi og fer svo heim til sín á bimmanum sínum og borðar steik yfir sunnudagsfréttum af fólki sem er verið að springa í loft upp. Það er voða fínt í sálina að deila frétt um nauðgun til að sýna öllum að þú stendur gegn kynferðisofbeldi en svo þegar það er vinur þinn sem nauðgar þá ertu snöggur að standa við bakið á honum og jafnvel segja: „Ég get ekki tekið afstöðu.“

dætur 2

Já þetta er allt voða viðkvæmt en það finnst náttla öllum Fritz í kjallarnum voða ógeðslegur og svoleiðis, en á sama tíma vill fólk bara blóð og ofbeldi í bíómyndum. Kolfinna aka. Kylfan mætti svo á svæðið og skrifaði smá viðlag um Indverska botninn og Dominos, sem er náttla sterk tenging á milli. Niðurgangurinn sem maður fær þegar maður hugsar um nauðganir í Deli en á sama tíma er verið að nauðga í bakgarðinum þínum og þér er alveg sama? Þú ert of upptekin að drulla yfir mann með HIV á kommentakerfinu. Ójá sú gamla tugga að gefa smá pening til ABC og trúa að maður sé búin að breyta einhverju á meðan að það eina sem þú ert að gera er að gefa peninga svo að einhver skrifstofukarl fái borgað.

Eftir þetta hugmyndaspjall og skrif þá gerðum við viðlag og hver var þá tilvalin til að syngja viðlagið? Salka Sól! Auðvitað! Viðlagið Er þetta að virka? Er spurning sem beint er að þjóðinni hvort þetta yfirborðskennda rugl sé að virka og hvort þið trúið í alvööööru að það sé verið að breyta einhverju. Ónei! eða hvað? Eftir þetta var hringt í Leif og hann fór með okkur uppí stúdíó þetta sama kvöld þar sem tekin var upp raw uncut útgáfa af laginu og gert myndband á djamminu það sama kvöld. Þessi útgáfa er til á Youtube og er afar skemmtileg. Daginn eftir var hinsvegar farið og tekið upp aðeins meiri edrú útgáfu sem væri hæf til spilunar. (Hægt er að hlusta á báðar útgáfurnar hér fyrir neðan.)

dætur

Teppið er margþætt. Barnaleikurinn Hver er undir teppinu? snýst um það að giska á hver er undir teppinu, en geturðu giskað á það þegar þjóðin er í molum? Eða geturðu gert upp hvort það sé betra að vera undir teppinu eða yfir teppinu? Hmm já flott, ég minnist þess líka að pæla í hvernig RVKdætur komum öðrum fyrir sjónir. Við vorum einhverskonar kyndilberar þess að það væri gaman að vera feministi og við gætum rætt um ójafnrétti heimsins á skemmtilegan hátt. Þetta breiddi svo úr sér og hver byltingin spratt upp á eftir annarri og allir flössuðu með bros á vör. Þetta er auðvitað því að hitt gerir okkur áhugalaus og dofin en við veltum því fyrir okkur hvort að þessi aðferð væri að virka því við erum ekki fullkomnar bara að blammera aðra, vorum líka að spyrja okkur hvort við værum í raun og veru að taka þátt í einhverri byltingu, semsagt með lagið! Textinn er alveg ný leið til að tala um eitthvað sem skiptir máli.

Reykjavíkurdætur eru að safna fyrir sinni fyrstu plötu á Karolinafund, hægt er að styrkja verkefnið hér.

HVER ER UNDIR TEPPINU?:

RAW UNCUT ÚTGÁFAN:

Comments are closed.