REYKJAVÍKURDÆTUR FARA Á KOSTUM Í NÝJU MYNDBANDI

0

Reykjavíkurdætur voru að senda frá sér tryllt myndband við lagið „Hvað er málið.” Eins og við var að búast er myndbandið einkar glæsilegt en það eru Álfheiður Marta og Magnus Andersen sem eiga heiðurinn af því.

Björn Valur útsetti lagið en Reykjavíkurdæturnar Kolfinna, Steinunn og Þura Stína sömdu textann og flytja lagið. Nóg er framundan hjá dætrunum og verður spennandi að fylgjast með þeim á komandi ári!

Rvkdtr.com

Skrifaðu ummæli