REYKJAVÍKURDÆTUR FARA Á KOSTUM Í NÝJU LAGI OG MYNDBANDI

0

rvk

Reykjavíkurdætur voru að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið Tista. Sveitin hefur verið á góðu flugi að undanförnu en þær gerðu allt brjálað á tónlistarhátíðinni Hróarskeldu í sumar og fóru í kjölfarið í evróputúr.

Umrætt lag er virkilega flott en það eru engir nýgræðingar sem koma að því! Ólafur Arnalds og  Helgi Sæmundur Guðmundsson sjá um taktinn.

rvk 2

Þess má geta að Reykjavíkurdætur blása til heljarinnar útgáfutónleika laugardaginn 3. September á Nasa við Austurvöll. Öllu verður til tjaldað og má búast við miklum herlegheitum enda eru dömurnar ekki þekktar fyrir neitt annað.

Hér er á ferðinni frábært lag og myndband en það eru Timothée Lambrecq og Katrín Ásmundsdóttir sem sáu um Leikstjórn og hugmyndavinnu, Timothée Lambrecq sá um Kvikmyndatöku og eftirvinnslu og Anna Tara Andrésdóttir sá um Framleiðslu.

Hægt er að nálgast miða á tónleikana á Enter.is og kostar litlar 2.000 kr.

Comments are closed.