REYKJAVÍKURDÆTUR ERU ELDHEITAR Í NÝJU LAGI

0

dætur 1

Reykjavíkurdætur voru að senda frá sér brakandi ferskt lag en það ber heitið „Kalla mig hvað?“ Dæturnar eru á blússandi siglingu um þessar mundir en þær komu fram á tónlistarhátíðinni Eurosonic í Hollandi nú á dögunum. Sveitin flutti umtalað lag í beinni útsendingu í Hollenska ríkissjónvarpinu en einnig kemur út myndband við lagið á næstu dögum!

Lagið er útsett af BNGRBOY (Marteinn!) en Gestur Sveinsson sá um upptökur, mix og masteringu. Hér er á ferðinni snilldar lag og óhætt er að segja að dæturnar eru eldheitar um þessar mundir!

Skrifaðu ummæli