REYKJAVIK SWING SYNDICATE Á MÚLANUM

0
image1
Jazzklúbburinn Múlinn heldur ótrauður áfram og eru næstu tónleikar, miðvikudaginn 3. febrúar ekki af verri endanum þar sem fram kemur hljómsveitin Reykjavik Swing Syndicate. Hljómsveitin leikur tónlist frá bannárum síðustu aldar. Tónlist sem ljúflingurinn Lester Young og sígaunavirtúósinn Django Reinhardt gerðu góð skil, sitt hvoru megin við Atlandshafið. Meðlimir sveitarinnar eru, Haukur Gröndal á saxófón og klarinett. Gunnar Hilmarsson og Jóhann Guðmundsson sem leika á gítar ásamt bassaleikaranum Leifi Gunnarssyni.
10801987_735011716554188_6919595465323594411_n
Spennandi vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans heldur síðan áfram með 16 tónleikum sem fram fara flest miðvikudagskvöld til 11. maí á Björtulöftum, Hörpu. Múlinn er á sínu 19. starfsári en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. 
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is

Comments are closed.