REYKJAVÍK RECORD SHOP FAGNAR ÞRIGGJA ÁRA AFMÆLI SÍNU

0

Plötubúðin Reykjavík Record Shop fagnar þriggja ára afmæli sínu um þessar mundir en Reynir Berg Þorvaldsson hefur staðið vaktina allan þann tíma! Reynir segir að þetta hafi verið gamall draumur sem varð loks að veruleika og að plötubúðin Lucky Records hafi verið fyrirmyndin (með öðrum áherslum) enda vann hann þar í dágóðann tíma!

Reykjavík Record Shop er staðsett á Klapparstíg 35 og er ávallt góð skemmtun að kíkja þar við enda viðmótið afar notalegt og úrvalið framúrskarandi! Árið 2016 gerði tónlistarspekúlantinn Jóhann Ágúst Jóhannsson bráðskemmtilegt myndband um Reykjavík Record Shop en það má sjá hér að neðan!

Við óskum Reykjavík Record Shop innilega til hamingju með áfangann!

Skrifaðu ummæli