REYKJAVÍK FOLK FESTIVAL MEÐ FJÖLBREYTTARA SNIÐI EN NOKKRU SINNI FYRR

0

Kórus kemur fram á hátíðinni í ár.

Reykjavík Folk Festival verður haldið í sjöunda skipti í ár og nú með fjölbreyttara sniði en nokkru sinni fyrr.

Allt frá miðaldar-þjóðlagatóni hljómsveitarinnar Umbra Ensemble, til fersks blæs stúlknanna í RuGl sem tilnefndar eru til íslensku tónlistarverðlaunanna, til kórsins KÓRUS sem flytur einungis lög eftir meðlimi kórsins, en forsprakkar kórsins eru meðal annars tónlistarmennirnir Pétur Ben og tónlistarkonan Kira Kira.

Kira Kira kemur fram á hátíðinni í ár.

Þaðan liggur leiðin alla leið á latínslóðir sem fáir þekkja jafn vel hérlendis og Tómasar R. Einarssonarsem býður upp á Latíntríótónleika í lok föstudagskvöldsins

Hátíðin er þó í grunninn með sama sniði og undanfarin ár, með fókusinn á að blanda saman gömlum og nýjum þjóðlagatónlistarmönnum, og bjóða upp á nána og notalega kvöldstund í faðmi þjóðlagatónlistar, en fram koma Folk þjóðlagatónlistarmenn á borð við: Svavar Knút, Hljómsveitin Eva og Markús Bjarnason en einnig fjölmörgum nýliðum á borð við RuGl, Þrír og Martein Sindra,

Við endum hátíðina með glæsibrag, þar sem Helena Eyjólfs mun koma fram með gamalt efni í bland við nýtt sem hún hefur unnið með Kalla Olgeirs. Sigurður Guðmundsson ásamt tveimur meðlimum memfismafíunnar setur svo punktinn yfir i-ið.

Sannkölluð þjóðlagaveisla í vændum – í gym og tónik salnum á Kex Hostel – dagana 2.-4. mars 2017, og forsala miða í fullum gangi á tix.is

Skrifaðu ummæli