Reykjavík Folk Festival hefst í kvöld

0

Í kvöld kl 20:00 hefst áttunda hátíð Reykjavík Folk Festival á Kex Hostel við Skúlagötu. Hátíðin verður í þetta sinn niðri í gamla Nýló salnum.

Hátíðin er fjölbreytt sem endranær. Frá okkar nýkrýnda Edduverðlaunahafa Pétri Ben alla leið til týndu kynslóðinnar hans Bjartmars Guðlaugssonar. Við kíkjum sömuleiðis aðeins út fyrir landsteinana, með hinum danska Mads Mouritz sem hefur getið af sér gott orð í heimalandi sínu, auk þess sem Syntagma rembetiko færir okkur gríska og hressandi kaffihúsartóna.

Fram koma í kvöld fimmtudagskvöld 1. Mars:

Lára Rúnars, Myrra Rós, hinn danski Mads Mouritz og Stuntbird. Rólegt og einlægt þjóðlagatónlistarkvöld í vændum.

Föstudagur 2. mars:

gríska kaffihúsasveitin Syntagma Rembetiko, Hljómsveitin Kólga og Halli Reynis. Kvöldið endar svo á Pétri Ben.

Laugardagur 3.mars: Bjartmar Guðlaugsson, Teitur Magnússon, Soffía Björg og Árni Vil.

Skrifaðu ummæli