REYKJAVÍK FOLK FESTIVAL Í GÓÐUM GÍR

0

Í gærkvöldi hófst sjöunda hátíð Reykjavík Folk Festival á Kex Hostel við Skúlagötu. Gærkvöldið var þétt setið og var stemmingin vægast sagt frábær!

Ösp Eldjárn, Hljómsveitin Eva, Markús Bjarnason og Svavar Knútur héldu uppi fjörinu í gærkvöldi en í kvöld, föstudag koma fram Umbra Ensemble, RuGl, Þrír, Tómas R. Einarsson. Á morgun laugardag koma fram Marteinn Sindri, KÓRUS, Helena Eyjólfs, Sigurður Guðmundsson.

Fjölbreytileiki er í sérstöku fyrirrúmi í ár, bæði í dagskráratriðum sem og aldri – en heill 60 ára aldursmunur er á elsta og yngsta flytjandanum í ár.

Hér er um tónlistarhátíð að ræða með jafnt kynjahlutfall!

Húsið opnar kl 19,  tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 20 og standa til 23 öll kvöld.

Miðasala á tix.is og við hurð.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegar ljósmyndir frá því í gærkvöldi.

Ljósmyndir: Owen.

 

Skrifaðu ummæli