Reykjavík Folk Festival fer fram í áttunda skipti

0

Reykjavík Folk Festival fer fram í áttunda skipti í ár og verður haldin á KEX hostel (gamli nýló salurinn) dagana 1.-3. mars milli kl 20:00 og 23:00.

Reykjavík Folk Festival er einlæg tónlistarhátíð þar myndast notaleg stemming og nánd milli tónlistarmannsins og áheyrandans. Dagskráin í ár er fjölbreytt eins og áður, með vænum þverskurði þess sem er að gerast í þjóðlagatónlistarsenunni í dag. Fjölda nýrra listamanna koma fram og má þar t.d nefna Árna Vil og Madz Mouritz í bland við gamalkunna og þjóðþekkta einstaklinga á borð við Pétur Ben, Láru Rúnars, Teit Magnússon, Myrru Rós og okkar eina sanna Bjartmar Guðlaugs.

Einnig smakkar hátíðin á erlendri þjóðlagaflóru. Madz Mourits kemur fram en hann hefur getið sér gott orð í heimalandinu sínu Danmörku, auk þess sem grískt kaffihúsaband mun byrja föstudagskvöldið, undir dyggri stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar buzukileikara.

Miðasala er á Tix.is

Folkfestival.is

Skrifaðu ummæli