REYKJAVÍK FOLK FESTIVAL ER Á NÆSTA LEITI

0

Sóley kom fram á hátíðinni í fyrra.

Þjóðlagatónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival verður haldin í Gym og Tónik salnum í Kex Hostel við Skúlagötu dagana 2. – 4. mars 2017. Dagskrá hátíðarinnar er ætlað að blanda saman þjóðlagatónlistarmönnum og -hljómsveitum á ólíkum aldri og frá ólíkum áttum innan þjóðlagatónlistarheimsins.

Hátíðin fer fram í notalegum húsakynnum Kex Hostels og verður ekkert til sparað við að skapa notalega og einlæga stemmningu og ógleymanlega tónlistarveislu fyrir alla unnendur þjóðlagatónlistar.

Þeir listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár eru; Helena Eyjólfs og Kalli Olgeirs, Sigurður Guðmundsson, RuGl, Tómas R. Einarsson, Hljómsveitin Eva, Ösp Eldjárn, Markús Bjarnason, Svavar Knútur, Umbra Ensemble, Þrír, Marteinn Sindri og KÓRUS.

Styrktaraðilar hátíðarinnar eru; Reykjavíkurborg, Menntamálaráðuneytið, FÍH, Kex Hostel og Ríkisútvarpið. Miðaverð á hátíðina er 3.300 kr fyrir stök kvöld en 8.500 kr fyrir passa sem gildir á öll þrjú kvöldin. Dagskrá hátíðarinnar hefst kl. 20 öll kvöld og lýkur kl. 23:00. Forsala miða er á tix.is.

Nánari upplýsingar um dagskránna má finna hér.

 

Skrifaðu ummæli