Reifarar kveikja í klakanum!

0

Það verður heljarinnar stuð á skemmtistaðnum Húrra næstkomandi föstudagskvöld þegar ein vinsælasta danssveit tíunda áratugarins kemur þar fram! Altern 8 var upp á sitt besta snemma á tíunda áratugnum og var sveitin leiðandi í svokallaðri Rave menningu. Lagið E-Vapor-8 náði miklum vinældum og tryllti það lýðinn út um allan heim!

Einnig koma fram teknó boltarnir Bjarki og Exos  og er það er á hreinu að mikið verður um dýrðir næstkomandi föstudagskvöld! Óhætt er að segja að enginn verði svikinn af þessari eutruðu blöndu og munu eflaust margir dansa frá sér allt vit!

Húsið opnar stundvíslega kl 23:00 og hægt er að nálgast miða hér

Skrifaðu ummæli