REIÐIN SPILAR ALLTAF Í GEGN

0

Ljósmynd: Yevgeny Dyer.

Harðkjarna dúettið Phlegm sem samanstendur af þeim Flemming Viðari Valmundssyni og Ögmundi Kárasyni var að senda frá sér sýna fyrstu EP plötu sem er samnefnd sveitinni.

„Við kynntumst í MH, spiluðum saman í framsækna pönkbandinu Kröstpönkbandinu Þegiðu, en ákváðum að slá í eitthvað flipp band fyrir Músíktilraunir 2017 til þess eins að taka þátt og vera með. Þar lendum við óvænt í 2. sæti og fengum við slatta af verðlaunum fyrir, þar á meðal hljóðverstíma í Hljóðheimum og slot á Airwaves 2017 sem við spiluðum á í nýliðinni viku.“

Inntak plötunnar er ýmist einlægt og persónulegt eða gróteskt og ógeðslegt, en reiðin spilar alltaf í gegn. Miklar uppsprettur hvatningar og innblásturs fyrir Phlegm eru hljómsveitir eins og Lightning Bolt, Melt-Banana, Mr. Bungle og Slint.

Grapevine fjallaði um Airwaves On Venue settið þeirra núna fyrir stuttu, hægt er að lesa nánar um það hér.

 

Skrifaðu ummæli