RED HOT CHILI PEPPERS Í FANTA FORMI Í HÖLLINNI

0

Bandaríska hljómsveitin Red Hot Chili Peppers troðfyllti Laugardalshöllina í gærkvöldi og ætlaði þakið vægast sagt að rifna af! Íslenska hljómsveitin Fufanu sá um að koma mannskapnum í réttan gírinn og óhætt er að segja að sveitin kann sko sitt fag. Þrátt fyrir að flestir meðlimir RHCP séu rétt skriðnir yfir fimmtugt eru þeir í fanta formi og töffaraskapurinn lekur bókstaflega af þeim.

Ljósmyndarinn Hafsteinn Snær Þorsteinsson kíkti á tónleikana og tók hann þessar frábæru ljósmyndir fyrir hönd Albumm.is

Fylgist vel með hér á Albumm.is því á næstu dögum birtist ýtarleg umfjöllun um tónleikana!

Skrifaðu ummæli