RED BULL MUSIC ACADEMY HELDUR FOOTWORK PARTÍ ÁRSINS

0

Þann 15. Júlí kemur bandaríski plötusnúðurinn DJ Earl (Teklife, Chicago) til landsins til að taka sitt fyrsta DJ sett í Reykjavík. DJ Earl hefur gefur út efnið sitt í gegnum hið virta plötufyrirtæki Teklife og er í fremstu víglínu Chicago danssenunar. Ásamt því að vera með sinn eigin útvarpsþátt í Chicago ferðast Earl í kringum heiminn til að þeyta skífum og hefur komið fram á ótal þekktum hátíðum á borð við „Unsound Festival,” „Amsterdam Dance Event,” „CTM Festival” og keyrt klúbbakvöld í bæði „Boiler Room” & „Fabric London.” Settið hans á Húrra mun vera ógleymanlegt!

Auk DJ Earl kemur raftónlistar hópurinn Plútó einnig fram. Plútó er samsafn af helstu reynsluboltum íslensku danstónlistarsenunar ásamt þeim nýjustu og heitustu. Þeir eru þekktir fyrir einstaklega vel heppnuð klúbbakvöld og ná að halda upp rífandi stemningu á dansgólfinu í hvert sinn. Ewok, Kocoon, Skurður, Bingi Baboom, Tandri og Frank Honest verða fulltrúar Plútó í þetta sinn. AÐGANGUR ER ÓKEYPIS en fólk er hvatt til að mæta snemma þar sem takmarkað pláss er í salnum.

DJ Earl mun einnig vera með vinnustofu fyrr um daginn sem byrjar kl. 16.00. Farið verður yfir þau tæki & tól sem hann notar ásamt kennslu í því hvernig maður setur upp alvöru footwork slagara. DJ Earl er þekktur í danstónlistarheiminum fyrir „footwork” stílinn sem einkennir hann – +/- 160 BPM – ekki fyrir viðkvæma! Þessi fyrirlestur mun gefa innsýn í hvað tónlistarakademían snýst um og hvernig hefðbundinn dagur í henni gæti verið. Í fyrra var Auðunn Lúthersson (Auður) fyrsti íslenski þátttakandinn í sögu akademíunnar. Nú er kominn tími á að næsti tónlistarmaður taki við kyndlinum. Verður það þú?

Tónlistarakademían árið 2018 verður í menningarborginni Berlín. Haldið verður uppá 20 ára afmæli Red Bull Music Academy þannig að það verður sérlega eftirsóknarvert að komast inn þetta árið. Opið er fyrir umsóknir. Allir geta sótt um.

Skrifaðu ummæli