Red Bull á Íslandi verður með sérstakt plötusnúðasvið á Innipúkanum

0

Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í sautjánda sinn í miðborg Reykjavíkur um Verslunarmannahelgina. Hátíðin er hins vegar ekki bara fyrir innipúka í ár, eins og verið hefur, en þetta er í fyrsta sinn sem boðið verður uppá ítarlega dagskrá fyrir utan tónleikastaðina Gaukinn og Húrra.

Í samstarfi við Red Bull á Íslandi verður sérstakt plötusnúðasvið undir berum himni og þar verður skífum þeytt alla helgina. Meðal annarra sem koma fram eru Terrordisco, Ewok, Kerr Wilson, Oculus, Battlestar og Krystal Karma. Aðaldagskrá hátíðarinnar er líka öflug en hún fer eftir sem áður fram innandyra. Gert er ráð fyrir að uppselt verði á hátíðina eins og hefur verið undanfarin ár en miða má finna á tix.is.

Skrifaðu ummæli