RED BARNETT – SÓLÓVERKEFNI HARALDAR V. SVEINBJÖRNSSONAR

0

Handbolti-

Red Barnett er sólóverkefni Haraldar V. Sveinbjörnssonar, en hann mörgum kunnur úr íslensku tónlistarlífi, þó oftast hafi hann starfað á bakvið tjöldin ef svo má segja. 


Hugmyndin að Red Barnett kviknaði haustið 2004 þegar Haraldur kom heim úr tónsmíðanámi með fjölda laga í farteskinu. Fyrstu tónarnir voru teknir upp árið 2005 og hefur verkefnið mjatlað hægt og bítandi síðan, meðfram öðrum fyrirferðarmeiri verkefnum Haraldar. Tónlist Red Barnett er best lýst sem angurværri rökkurtónlist um lífið og tilveruna, og er að mestu flutt og tekin upp af Haraldi.

Haraldur er klassískt menntað tónskáld, en er einnig þekktur sem gítarleikari og lagasmiður sveitarinnar Dead Sea Apple, hljómborðsleikari og einn söngvara Manna ársins og nú nýverið bassaleikari í Buff, auk þess að hafa starfað náið með sveitum eins og Dúndurfréttum og Skálmöld. 
Þá hefur hann unnið með og útsett fyrir fjölda tónlistarmanna, t.a.m. Bubba, Björgvin Halldórsson, Baggalút, Megas, Pál Óskar, 200.000 naglbíta, Fjallabræður, Buff, Dimmu, Kontinuum, Regínu Ósk og hin færeysku Lenu Anderssen, Lív Næs og Trónd Enni. Hann hefur líka átt útsetningar á fjölmörgum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands með innlendum listamönnum. Má þar nefna hina geysivinsælu Skálmaldartónleika 2013, Hátíðartónleika FTT 2013, Pál Óskar & Sinfó 2010 & 2011, Dúndurfréttir & SÍ 2007 (Pink Floyd The Wall) og Söngbók Gunnars Þórðarsonar 2009.
Screen Shot 2015-02-09 at 11.24.42 am
Lagið Life Support er fyrsta „opinbera“ lagið af plötu Red Barnett sem ber nafnið Shine og er væntanleg í apríl á þessu herrans ári. 
 
Samhliða útgáfu lagsins mun Red Barnett standa fyrir hópsöfnun/forsölu á plötunni á vef Karolina Fund á næstu dögum til að fjármagna lokahnykk plötuútgáfunnar.
Hér má heyra lagið Life Support:

Comments are closed.