REBEKKA SIF GEFUR ÚT NÝTT LAG

0

PromoImage

Rebekka Sif er 22 ára söngkona og lagasmiður úr Garðabænum. Dusty Wind er blúsað rokk/popp lag þar sem rödd hennar fær að njóta sín í hæstu hæðum. Hún mun koma fram sjö sinnum á Off-venue á Iceland Airwaves og halda ótrauð áfram. Hljómsveit hennar samanstendur af þremur hæfileikaríkum piltum, Aroni Andra Magnússyni, Sindra Snæ Thorlacius og Helga Þorleikssyni. Arnór Sigurðarson sá um upptökustjórn og Bjarni Bragi Kjartansson masteraði.

Í sumar gaf hún út lagið „Our Love Turns to Leave“ sem fékk góðar móttökur, en það tók hún upp sjálf í gegnum Skapandi sumarstörf í Garðabæ. Í augnablikinu stundar hún nám í jazz- og rokksöng í Tónlistarskóla FÍH, bókmenntafræði í HÍ, ásamt því að kenna söng í Sönglist og Klifinu. Metnaðarfull og hæfileikarík söngkona hér á ferð!

10416572_575653262562716_4946970828550673127_n

Rebekka Sif Airwaves plan:

Mánudaginn, 3. nóvember
18:00 Lucky Records

Fimmtudaginn 6. nóvember
15:40 Bunk Bar
17:00 Cintamani
18:50 Hresso

Föstudaginn 7. nóvember
13:00 The English Pub
16:00 Downtown Hostel

Sunnudaginn 9. november
15:00 Jörundur öl- og matstofa

Off-venue eventinn hennar er hægt að skoða nánar HÉR

Comments are closed.