REBEKKA SIF GEFUR ÚT NÝTT LAG

0

10583834_696899030438138_3181133504180268096_n

Söngkonan Rebekka Sif var að gefa út nýtt lag fyrir sumarið, folk/pop lagið „I Told You“. En það er grípandi og skemmtilegur sumarsmellur sem er auðvelt að fá á heilann. Rebekka er 22 ára garðbæingur sem hefur verið öflug að spila lögin sín síðasta árið ásamt hljómsveit sinni. Hljómsveitin skipar einnig frambærilega unga garðbæinga, þá Aron Andra Magnússon á gítar, Sindra Snæ Thorlacius á bassa og Helga Þorleiksson á trommur. Arnór Sigurðarson sá um upptökustjórn og hljóðblöndun.

Í sumar starfar Rebekka í Skapandi sumarstörfum og það var myndbanda teymið í PRÆM TÆM sem sá um gerð textamyndbandsins. Myndbandið er ofur sumarlegt og ætti að kæta alla þá sem þrá sólina.

Rebekka stefnir á að vera dugleg að spila í sumar ásamt því að semja nýtt efni sem mun að lokum enda á fyrstu sólóplötunni hennar.

Textamyndbandið:

Comments are closed.