RBMA fyrirlestrar með Valgeiri Sigurðssyni og Moor Mother á Sónar Reykjavík!

0

Red Bull Music Academy og Sónar Reykjavík kynna RBMA fyrirlestra með Valgeiri Sigurðssyni og Moor Mother. Sónar Reykjavík fer fram dagana 16. og 17. mars næstkomandi í Hörpu.

Fyrirlestrarnir fara fram í Kaldalóni 15. mars klukkan 16.00 og 18.00. Umræðustjóri verður Aaron Gonsher frá RBMA sem fær til sín stofnanda Greenhouse Studios og Bedroom Community Valgeir Sigurðsson og listakonuna og aktívistann Moor Mother.

Fyrirlesturinn með Valgeiri fer fram klukkan 16.00. Nánar má fræðast um fyrirlesturinn hér.

Fyrirlesturinn með Moor Mother fer fram klukkan 18.00. Nánar má fræðast um fyrirlesturinn hér.

Sónar Reykjavík fer fram dagana 16. og 17. mars á fjórum sviðum í Hörpu. Alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb.

Aldarfjórðungs afmæli Sónar verður fagnað á hátíðinni í Reykjavík. Sónar hófst í Barcelona árið 1994 og síðan hafa Sónar hátíðir farið fram á nokkrum vel völdum stöðum í heiminum. Í kjöfar Sónar Reykjavík fara síðan fram Sónar hátíðir í Hong Kong, Istanbul, Barcelona, Bogotá og Buenos Aires síðar á árinu.

Aðgöngumiðar fyrir stök kvöld á hátíðina eru nú komnir í sölu og kosta 14.990 krónur. Hægt er að kynna sér dagskrá hátíðarinnar eftir dögum á www.sonarreykjavik.com/“>www.sonarreykjavik.com Sónar hófst sem lítil tónlistarhátíð í Barcelona árið 1994, en í dag sækja um 115.000 manns hátíðina heim í júní ár hvert. Sónar Reykjavík er fyrsta Sónar hátíð ársins, og sker sig úr er varðar stærð og metfjölda innlendra listamanna. Sónar hátíðir fara einnig fram í Istanbul, Hong Kong, Buenos Aires og Bogóta í ár

Sonarreykjavik.com

Skrifaðu ummæli