RASSAR OG FLEIRI RASSAR Í NÝJU LAGI OG MYNDBANDI FRÁ TINY

0

Rapparinn Tiny eða Egill Ólafur Thorarensen eins og hann heitir réttu nafni var að droppa glænýju lagi og myndbandi sem ber heitið „Niðrágólf.”

Tiny gerði garðinn frægann með hljómsveitinni Quarashi en hver man ekki eftir lögum eins og „Stun Gun“ og „Rock on“ svo fátt sé nefnt. Kappinn er á fullu að vinna í nýrri plötu og er hún vel á veg komin og bíðum við afar spennt eftir henni!

„Niðrágólf” er virkilega tryllt lag og á það svo sannarlega eftir að hljóma í eyrum landsmanna og á skemmtistöðum borgarinnar um ókomna tíð! Lagið fjallar um rassa og er myndbandið í samræmi við það! BNGRBOY útsetti lagið en Ingimar Elíasson, Egill Ólafur Thorarensen og Valdimar Kúld eiga heiðurinn að myndbandinu!

Skrifaðu ummæli