RAPPÞULAN, ÚRSLIT OG KEPPNIN 2015 KOMIN Á VERALDARVEFINN

0

rappthulan

Rappþulan, rappkeppni fyrir 16 ára og eldri af öllu landinu, var haldin í þriðja sinn í nóvember sl. Þriðja sætið hreppti Twotimes, í öðru sæti varð Morgunroði og í fyrsta sæti lenti Simba.

Fjórða Rappþulan verður haldin um miðjan nóvember 2016 í Ungmennahúsinu Molanum Kópavogi. Skráningu hefst september 2016 í gegnum heimasíðu Molans.

Rappþulan er samstarfsverkefni Sesar A og Molans sem kom til vegna vöntunar á rappkeppni fyrir 16 ára og eldri. Molinn er staðsettur í hjarta menningarkjarna Stór-Kópavogssvæðisins, gengt Gerðarsafni og Salnum, tónleikahöll bæjarfélagsins.

Molinn & Sesar A þakka þátttakendum, áhorfendum og öllum sem komu að keppninni þetta þriðja árið.

Molinn & Sesar A kynna stoltir upptöku af allri keppninni þetta árið.

Comments are closed.