RAPPÞULAN FYRIR SEXTÁN ÁRA OG ELDRI Í MOLANUM 20. NÓVEMBER

0

þulan 1

Nú styttist óðum í Rappþuluna, rappkeppni fyrir 16 ára og eldri af öllu landinu. Keppnin verður haldin í þriðja sinn 20.nóvember í Ungmennahúsinu Molanum í Kópavogi, húsið opnar kl. 20 og er aðgangur ókeypis. Enn er hægt að skrá sig til keppni í gegnum heimasíðu Molans. Athugið að skráningu lýkur í dag. Glæsileg verðlaun fyrir sigurvegara og verður upptöku af öllum keppendum sett á netið.

þulan 2

Sesar A

Sérstakur gestur kvöldsins er Herra Hnetusmjör og mun sigurvegari Rappþulunnar 2014, Guðmundur F.T, taka nokkur lög. Dómnefnd er meðal annarra skipuð þeim Dr. Gunna & Þórdísi Claessen.
Rappþulan er samstarfsverkefni Sesar A og Molans sem kom til vegna vöntunar á rappkeppni fyrir 16 ára og eldri. Molinn er staðsettur í hjarta menningarkjarna Stór-Kópavogssvæðisins, gengt Gerðarsafni og Salnum, tónleikahöll bæjarfélagsins.

Comments are closed.