RAPPARI DÆMD FYRIR AÐ VERA ÖÐRUVÍSI

0

goth-3

Dýrfinna Benita eða Countess Malaise er íslenskur rappari og listnemi, búsett í Amsterdam. Í dag mánudaginn 14. nóvember frumsýnir Countess Malaise nýtt myndband við lagið „Goth Bitch.“

„Í stuttu máli er lagið persónuleg frásögn um það að vera dæmdur fyrir að vera öðruvísi.“ – Countess Malaise.

Dýrfinna hefur unnið mikið með tónlistarmanninum Lord Pusswhip en hann útsetti lagið og Alfreð Drexler sá um masteringu.

Myndbandið gerðu Dýrfinna Benita og Valdemar Guðmundsson.

Comments are closed.