RAPPARAR FARA HAMFÖRUM Í COSTCO

0

Rapparinn Joey Christ var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Joey Cypher.” Kappinn er ekki einsamall í laginu en hann nýtur aðstoðar frá Herra Hnetusmjör, Birnir og Aron Can, alls ekki slæmt það! Myndbandið er mikil snilld en þar sjást kapparnir fara hamförum í stórversluninni Costco sem opnaði hér á landi nú á dögunum!

Lagið er útsett af Young Nazareth og óhætt er að segja að hér er á ferðinni mikill banger! Myndbandið er leikstýrt af Joey Christ en aðstoðar leikstjórn var í höndum Andra Sigurði Haraldssyni.

Skrifaðu ummæli