RAPPAR OG SYNGUR UM ÁSTARSORG Í SÍNU FYRSTA LAGI

0

Tónlistarkonan Sólborg Guðbrandsdóttir eða einfaldlega Sólborg eins og hún er iðulega kölluð var að senda frá sér sitt fyrsta lag og tónlistarmyndband en það ber heitið „Skies In Paradise.“ Lagið fjallar um það að komast yfir ástarsorg en margir kannast eflaust við þá tilfinningu!

Sólborg er tvítug og býr í Keflavík en tónlistin hefur ávalt verið mikið í kringum hana. Í „Skies In Paradise“ rappar Sólborg og syngur en það er greinilegt að hún á auðvelt með hvoru tveggja. Hér er á ferðinni stórskemmtilegt lag og gaman verður að fylgjast með þessarri hæfileikaríku tónlistarkonu á næstunni!

Skrifaðu ummæli