RAPP Í REYKJAVÍK UM HVÍTASUNNUHELGINA

0

rapp

Ársfundur íslensku rappsenunnar verður haldinn við hátíðlega athöfn á skemmtistaðnum Húrra um hvítasunnuhelgina 13.-15. maí. Merkiskonur og iðnjöfrar hafa boðað komu sína og gefst öllum eldri en 20 ára tækifæri á að fylgjast með pallborðsumræðum öll kvöldin.

gkr

GKR

Sjónvarpsþættirnir Rapp Í Reykjavík sem sýndir eru á stöð 2 hafa slegið í gegn og má segja að Íslenskt rapp sé að ganga í gegnum blómaskeið. Öllu verður til tjaldað og ætti enginn að láta þennan einstaka viðburð framhjá sér fara!

vagina boys

Vagina Boys

Fundarstörf verða öll í bundnu máli ásamt undirspili.

Föstudagur:
Forgotten Lores, Kött Grá Pje, Geimfarar, Shades of Reykjavík og Heimir Rappari

Laugardagur:
Vaginaboys, Krakk & Spaghettí, Sturla Atlas, GKR og Reykjavíkurdætur

Sunnudagur:
Úlfur Úlfur, Cell7, Aron Can, Krabba Mane og Herra Hnetusmjör

Húsið opnar kl 20:00 og dagskrá hefst stundvíslega kl 21:00

Armband aðeins 6.000 kr og stakt kvöld 3.000 kr. Miðar fást á tix.is og á Húrra.

Comments are closed.