Rakvélar og klósettið taggað í drasl – Tryllt myndband

0

Fyrir skömmu droppaði tónlistarmaðurinn BleachKid Funi trylltu lagi og myndbandi sem ber heitið „Kilo.” BleachKid er einnig hluti af Rari Boys en fyrir skömmu kom út lagið „Önnur tilfinning” sem féll afar vel í kramið hjá hlustendum. Kilo er vægast sagt mikil snilld sem verður betra og betra með hverri hlustun!

Myndbandið er hrátt og virkilega vel gert og smell passar það laginu sem skapar mjög skemmtilega heild! Verslunarmannahelgin er búin en hey höldum áfram að vera í stuði og hækkið í græjunum og skellið á play!

Baldvin Vernharðs sá um leikstjórn en D.O.P var í  höndum Bryngeirs Vattnes.

Skrifaðu ummæli