RAGNAR ÓLAFSSON MEÐ ÚTGÁFUTÓNLEIKA Á RÓSENBERG ANNAÐ KVÖLD

0

Ragnar Ólafsson. Ljósmynd/Kinga Swietek

Þriðjudaginn 26. September efnir tónlistarmaðurinn Ragnar Ólafsson til útgáfufutónleika á Rosenberg Reykjavík vegna plötunnar Urges sem kom út í sumar. Urges er fyrsta sólóverkefni Ragnars og hefur fengið góða dóma hérlendis og í útlöndum. Ragnar hefur nú þegar fylgt plötunni eftir með tónleikaferðalagi um Pólland og hefur lagið hans „Dozen“ fengið mikla spilun hjá þarlendum útvarpsstöðum.

Ragnar ólst upp í Svíþjóð og var virkur í tónlistarsenunni í Gautaborg þar sem hann spilaði með tónlistarmönnum á borð við Jens Lekman og Olof Dreijer (the Knife). Eftir að hann fluttist til Íslands, 22 ára gamall, lærði hann raftónlistarsmíðar og söng við Tónlistarskóla Kópavogs, og hefur síðan fengist við tónsmíðar fyrir kvikmyndir og auglýsingar, verið trúbador, jazzpíanisti og þungarokkssöngvari. Ragnar er einnig meðlimur í hljómsveitunum Árstíðir, Sign, Ask the Slave & Lightspeed Legend.

Á útgáfutónleikunum á Rosenberg Reykjavík á þriðjudaginn verður platan Urges leikinn í heild sinni. Honum til halds og trausts verða tónlistarmennirnir:

Árni Guðjónsson – hljómborðsleikari

Baldvin Freyr Þorsteinsson – gítarleikari

Hálfdán Árnasson – bassaleikari

Skúli Gíslason – trommuleikari

Margrét Rúnarsdóttir – söngkona

Aldís Davíðsdóttir – söngkona

Á tónleikunum á Rosenberg mun hljómsveitin Himbrimi leggja Ragnari lið og sjá um að opna kvöldið.

Skrifaðu ummæli