RAGNA KJARTANSDÓTTIR/CELL7

0

_DSC6481-2

Ragna Kjartansdóttir eða Cell7 er drottning rappsins á Íslandi. Hún gerði garðinn frægan með Hip Hop sveitinni Subterranean. Ragna kíkti í spjall og sagði okkur frá nýju plötunni, Hvernig það var að búa í New York og hvað er framundan.


Hvenær og hvernig byrjaðir þú að hafa áhuga á rappi og hip hop?

Ég man eftir útvarpsþættinum Chronic sem var með Robba Chronic. Þátturinn var einu sinni í viku og ég beið alltaf spennt eftir næsta þætti með tilbúið kassettutæki og tilbúin að ýta á „rec“ svo var sá þáttur á „repeat“ þangað til næsti þáttur kom. Maður hafði ekki eins greiðan aðgang að tónlist og núna nema kannski að fara til útlanda og kaupa vínyl. Robbi var alltaf að fara út að kaupa plötur þannig Robbi átti mjög mikinn þátt í mínu tónlistarlegu uppeldi til að byrja með.

„það voru einhverjir rapparar að koma að spila eða taka freestyle í félagsmiðstöðinni Hólmaseli.“ Það var einhver Magse J sem átti heima í Svíþjóð en var fluttur aftur heim. „Íslenskur rappari með útlenskt nafn og búinn að búa úti, hann hlýtur að kunna eitthvað.“

Ég og nokkrir vinir mínir fórum þangað og þar sá ég Magga í fyrsta skiptið og þetta var það geggjaðasta sem ég hafði séð. Í lokin var svo „open mic“ og það er verið að spila Mobb Deep, Shook Ones part two og ég kunni þetta lag alveg orð fyrir orð. Mér er hent inní hringinn og ég tók þessa „Mobb Deep“ rímu. Þannig kynnumst við Maggi og urðum vinir bara uppúr þessu. Hann átti heima á Seltjarnarnesinu. Hann og Kalli (Charlie D) bróðir hanns voru í „crewi“ útí Svíþjóð sem hét Creation Crew þannig þeir voru svolítið í sambandi við þá úti. Þegar ég kem inn og tveir einstaklingar hittast og uppgötva sameiginlega ást á tónlist þá er það svo ótrúlega skemmtilegt. Við vorum mikið að horfa á Yo Mtv Raps, finna kassettur og svona. Þetta var magnaður tími og gaman að fá að upplifa það með einhverjum sem hafði sama áhuga og maður sjálfur. Maggi var alltaf að spyrja mig af hverju ég skrifaði ekki mína eigin texta og uppúr því byrjaði ég að skrifa og við gerðum fyrsta íslenska Hip Hop lagið sem heitir óþvegið, það lag var allt á íslensku. Það var okkur eðlilegra að rappa á ensku því  allt rapp sem við hlustuðum á kom frá Ameríku. Þannig kom okkar „crew“ saman en svo kom Frew inní þetta, því Frew var í Creation crew í Svíþjóð, þá varð til Subterranean. Við gáfum út okkar fyrstu plötu árið 1997 þá var ég aðeins sautján ára gömul. Ég held að vínyllin sé að fara á morðfjár ef hann finnst einhverstaðar. Þetta voru fimmtán hundruð eintök sem seldust upp mjög fljótt og þá var gert annað upplag af fimmtán hundruð eintökum og það seldist líka upp þannig það eru þrjú þúsund eintök seld. Við þekktum Bigga Bix og hann var að vinna hjá hönnunar fyrirtækinu Inn og hann stofnaði smá plötuútgáfu í kringum okkur og hann lofaði okkur öllu fögru en við vildum bara „creative freedom“  við vorum bara unglingar en svo fattar maður að það gengur rosalega vel en maður á engan pening og maður þarf pening til þess að lifa og maður vara bara „hvað gerðist.“ Við skrifuðum örugglega undir ekkert svo góðan samning en við vorum bara unglingar. Með aðstoð Bigga Bix og hanns tækni og innpútt varð þessi plata til.

_DSC6433

„Það þíðir ekkert að koma aftur eftir sextán ár og vera einhverstaðar útí horni maður verður að vera með læti, gera þetta vel og hátt. “

 

Hvað var Subterranean starfandi lengi?

Ekki lengi, við gáfum út í lok Nóvember árið 1997 og vorum starfandi til 1998 eða 1999. Svo kom út For Ya Mind sem er safnplata með nokkrum Hip Hop böndum eins og t.d. Bounce Brothers og fleirum en við vorum með tvö lög á þeirri plötu. Svo leystist þetta upp í eitthvað svona fjöllistahóp sem hét Faculty. Í honum var Maggi, Anthony og Darren „held ég að hann heiti“, Drífa og Þórunn Antonía voru líka inní þessu á einhverjum tímapunkti, þetta var stundum mjög óljóst hver var í „crewinu.“ Þetta var ekki beint Subterranean en kannski í einhverri mynd samt.

Þú gafst út sólóplötu sem heitir Cellf, segðu okkur aðeins frá henni.

Ég er búinn að vera að gera eitt og eitt lag seinustu árin en sparkaði mér aldrei almennilega í gang fyrr en núna. Ég fór til New York að læra hljóðupptöku og var þar í fjögur ár. „Þar sem ég borgaði margar milljónir fyrir mína menntun varð ég að koma heim og nýta mér hana.“ Ég var að berjast fyrir mér í þessum bransa sem er hljóðupptaka og það er ekkert auðvelt því þetta er mjög mikill verktaka bransi og verkefna vinna. Maður má alveg búast við því að missa vinnuna eftir svona tvö til fjögur ár þannig ég var bara svitnandi við það að finna mér vinnu og halda mér í vinnu eftir að ég kom heim, borga námslán og lifa sem fullorðin manneskja. Í öllu þessu þá gleymir maður oft hvað það er sem gerir mann ofsa glaðann og heldur manni gangandi sem er þetta „creativity.“ Á nokkra ára fresti missti ég vinnuna mína og ég var orðin mjög þreytt á því og þetta hefur verið alltaf á bakvið eyrað á mér, þetta er það sem ég vildi gera. Röddin í hausnum á mér var orðin alltof há þannig ég varð að kíla á það. Ég fór að sækja um styrki og ég fékk nokkra styrki mér til mikillar furðu, þannig strax var ég kominn með „budget“ fyrir henni. Það fyrsta sem ég gerði var að banka uppá hjá gömlum félaga mínum honum Magga. Að vinna með honum er eins og að vera sextán ára aftur og við erum fáránlega mikið sammála í öllu, alveg á sömu línunni! Það eru fjögur alveg ný lög á plötunni, hitt var nokkurn veginn „hálf klárað.“ Það er rosaleg skriffinnska á bakvið heila rapp plötu því maður er með tvær til þrjár rímur í einu lagi plús viðlag. Það er ekkert hlaupið að þessu þegar maður er kominn með fjölskyldu og maður þarf að reiða sig á aðra manneskju sem er líka kominn með fjölskyldu (Maggi) Þetta tekur rosalega á en er alveg þess virði, alla leið.

_DSC6490

„Ég ætlaði mér alltaf til New York alveg frá því ég var unglingur, upplifa Hip Hop í new york og það var algjör draumur og það var allt sem mig dreymdi um og meira!“

 

 

Tók langann tíma að gera plötuna eftir að þú varst komin í gang?

Nei alls ekki, þetta voru „intense“ þrír mánuðir en þá var ég líka að gera mig alveg „geðveika“, öll kvöld og allar helgar ég átti ekkert líf og ég sást ekkert heima hjá mér. Það var mikið spennufall þegar maður var búinn.

Þú ert „the queen of Hip Hop“ á Íslandi.

Það þíðir ekkert að koma aftur eftir sextán ár og vera einhverstaðar útí horni maður verður að vera með læti, gera þetta vel og hátt.

_DSC6504-2

„Ég get alveg gagnrýnt uppáhalds tónlistarmanninn minn í hel. Ég er ógeðslega lokuð, ég er svo „hardcore“ Hip Hoppari að það er mjög erfitt fyrir mig að opna á eitthvað annað. Þetta er alveg vandamál hjá mér.“

Hvernig var að vera í New York?

Ég ætlaði mér alltaf til New York alveg frá því ég var unglingur, upplifa Hip Hop í new york og það var algjör draumur og það var allt sem mig dreymdi um og meira! Að fá að vera í borg þar sem Hip Hop hefur lifað öll þessi ár er snilld. Fólk er að „freestyle-a“ á borðunum í skólanum og úti á götu og það er fólk sem eru að gera takta sem eru tíu árum eldri en maður sjálfur. Á Íslandi elst maður upp við það að vera með þeim elstu sem hlusta á Hip Hop. Úti fær maður að hitta frumkvöðla sem eru eldri en maður sjálfur og það er svo frábært að læra af fullorðnum manneskjum um bransann og hvernig hann er úti og þetta er fólk sem er búið að vera í miklu harðari baráttu heldur en við hérna heima á Íslandi. Það er svo mikið af tónleikum þarna úti að maður varð eiginlega að sigta út á hvaða tónleika maður ætlaði.

Hver finnst þér vera munurinn á Íslensku rappi þá og nú?

Þetta er allt önnur tónlistartegund sem er í gangi í dag, þótt þú sért að rappa. „Back in the day“ fékk maður svo mikinn innblástur að utan og það var mjög augljóst, sá sem hlustaði á Hip Hop var í „baggy buxum“ og svoleiðis, það sást utan á fólkinu hverjir hlustuðu á Hip Hop. Í dag getur maður ekki séð það á neinum, maður var alveg „all in“ á þessum tíma. Þetta var svona „Rap is something you do, Hip Hop is something you live.“

_DSC6442-2

Ertu mikið að hlusta á tónlist?

Ekki mikið heima en ég hlusta rosalega mikið á tónlist í bílnum. Ég er rosalega erfið þegar það kemur að tónlist og ég hrífst ekki auðveldlega að neinu. Erykah Badu er uppáhalds tónlistarmaðurinn minn og ef hún gerir þrjú góð lög á tólf laga plötu þá er ég sátt næstu árin. Ég get alveg gagnrýnt uppáhalds tónlistarmanninn minn í hel. Ég er ógeðslega lokuð, ég er svo „hardcore“ Hip Hoppari að það er mjög erfitt fyrir mig að opna á eitthvað annað. Þetta er alveg vandamál hjá mér.

Ertu byrjuð á næstu plötu?

Já ég er byrjuð á henni, ég er byrjuð að skrifa texta. Ég er á hold hjá Magga af því að hann var að gefa út plötu með Amaba Dama Þannig ég bara bíð bara voða stillt eftir aðal manninum. Ég ætla að hafa meira live á þessari plötu og nú er ég að vinna með frábærum strákum og ég ætla að hafa þá með mér í „creative“ ferlinu. Ég er svo takmörkuð og hlusta bara á gamalt Hip Hop en þeir eru búnir að opna fyrir mér þetta „live sound“ og það er eitthvað sem ég er búin að taka rosalega mikið í sátt. Mig langar að sameina það og það sem Maggi er að gera, það er algjör draumur fyrir mig.

_DSC6426

Hverjir eru í live bandinu?

Það eru Andri Ólafsson á bassa, Magnús Tryggvason Elíassen á trommum, Steingrímur Teague  á hljómborð, Sunna Ingólfsdóttir söngkona og Big G Ingvar Björgvinsson maðurinn minn en hann er Dj og Maggi kemur stundum og tekur viðlög þegar hann hefur tíma.

Lengi lifi Hip Hop!

 

Comments are closed.