Ragga Holm fagnar sinni fyrstu sóló plötu

0

Fyrir skömmu sendi tónlistarkonan Ragga Holm frá sér sína fyrstu plötu, Bipolar. Af því tilefni blés hún fyrir skömmu til heljarinnar útgáfuteitis á Húrra og ætlaði allt um koll að keyra. Bipolar er hreint út sagt frábær hlustun, alveg frá upphafi til enda og það er greinilegt að Ragga er á blússandi siglingu um þessar mundir.

Eins og myndirnar hér að neðan sýna er Ragga í trylltum gír og var öllu til tjaldað á tónleikunum. Sviti, dúndrandi bassi og framúrskarandi sviðsframkoma er það fyrsta sem kemur upp í kollinn þegar hugsað er til tónleikana en ásamt Röggu komu fram Reykjavíkurdætur, Steinunn Jóns, Kilo, BLKPRTY, Elli Grill og Margrét Rán (Vök).

Kristján Gabríel mætti á tónleikana og tók þessar frábæru myndir fyrir hönd Albumm.is

Hér fyrir neðan má hlsuat á plötuna Bipolar í heild sinni:

Ragga Holm á Instagram

Skrifaðu ummæli