Ragga Hólm drekkur í sig Airwaves: „Þetta verður löng og ströng helgi”

0

Ljósmynd: Visir.is

Eins og flest allir íslendingar vita er Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves á næsta leiti en hún fer fram 7 – 10 Nóvember næstkomandi. Dagskráin í ár er vægast sagt glæsileg og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi! Hvert ár fyllist miðbær Reykjavíkur af innlendu og erlendu tónlistarfólki, aðdáendum og bransa liði og er stemningin vægast sagt rafmögnuð! Það er eins og litli miðbærinn okkar breytist í stórborg eins og t.d New York og á hverju götuhorni er eitthvað stórkostlegt að gerast!

Albumm.is náði tali af allskonar skemmtilegu fólki og spurðum við þau nánar um Iceland Airwaves og upplifun þeirra af hátíðinni. Á næstu dögum munum við birta herlegheitin þannig endilega fylgist vel með!

Nú er komið að tónlistarkonunni Röggu Hólm en hún sendi nýlega frá sér plötuna Bipolar. Ragga hefur svo sannarlega verið áberandi að undanförnu í íslensku tónlistarlífi en fyrir skömmu kom út glæsilegt myndband við lagið „Af Stað.”  

Ragga Hólm kemur fram á Iceland Airwaves í ár og svaraði hún nokkrum léttum spurningum um hátíðina.


Hvernig leggst Iceland Airwaves í þig?

Mjög vel, mikill spenningur í gangi! Þetta verður löng og ströng helgi.

Hefur þú farið oft á Airwaves hátíðina?

Já minnir tvisvar, svo spilaði ég átta gigg þar í fyrra.

Hver er þín eftirminnilegasta minnin frá hátíðinni?

Þegar ég spilaðu með dætrunum í Listasafninu. Og reyndar þegar ég beið í tveggja tíma röð til að sjá bombay bicycle Club í snjóbil. Mér var ekki skemmt!

Hvað ætlar þú að sjá á hátíðinni í ár?

Ég held ég nái ekki að sjá mikið, Kannski Alma, AV AV AV og allar stelpurnar mínar, SURU, Amabadama, Special K og vonandi fleira.

Hvar og hvenær kemur þú fram á hátíðinni í ár?

Ég er að spila þrisvar á hátíðinni þannig það er smá álag. Ég kem fram undir mínu nafni á fimmtudeginum á Hard Rock, með Reykjavíkurdætrum í Listasafninu og FEVER DREAM á Hressó á föstudeginum þannig það er nóg til!

Eitthvað að lokum?

Endilega kíkið á mig á Hard Rock!

Hægt er að nálgast miða á Iceland Airwaves á Tix.is

Skrifaðu ummæli