RAFTÓNLISTARMAÐURINN BJÖSSI BIOGEN HEIÐRAÐUR Á AFMÆLISDAGINN

0

Bjössi Biogen.

Sigurbjörn Þorgrímsson eða Bjössi Biogen eins og hann var iðulega kallaður var einn helsti raftónlistarmaður landsins en hann er oftast titlaður afi raftónlistar á íslandi! Bjössi kvaddi þennan heim allt of fljótt eða árið 2011 en minning hanns og tónlist lifir að eilífu!

Hljómsveitin Ajax.

Bjössi og Þórhallur Skúlason gerðu garðinn frægann með old school hardcore sveitinni Ajax og varð lagið Ruffige gríðarlega vinsælt hér á landi sem og erlendis! Bjössi kunni svo sannarlega sitt fag en hann var afar lúnkinn við að nostra við hvert hljóð og láta tónlistina dynja á undirmeðvitund hlustandans.

Bjössi var einn af stofnendum Weirdcore hópsins en annaðkvöld mun hópurinn halda upp á afmæli kappans sem er á föstudaginn 24. Febrúar og hefði hann orðið 41 árs gamall.

Herlegheitin fara fram á Prikinu en fram koma:

Agzilla, Quadruplos , Skurken, Futurgrapher og Tanya & Marlon. Á slaginu tólf verður hringt inn afmælinu og spiluð verða lög eftir Biogen fram eftir nóttu!  Fabebook viðburðinn má sjá hér.

Elsku Bjössi okkar þín er sárt saknað á hverjum degi, til hamingju með daginn.

Skrifaðu ummæli